Fleiri fréttir Íslenska ríkið ekki skaðabótaskylt vegna sprengjuárasar í Afganistan Íslenska ríkið er ekki skaðabótaskylt gagnvart Friðriki Má Jónssyni, fyrrverandi flugumferðastjóra í Kabúl í Afganistan, vegna sprengjuárásar sem hann varð fyrir þegar að hann var þar við friðargæslustörf. 25.3.2010 16:13 Alþingi fótum treður stjórnarskrána Stjórnarskráin er fótum troðin af Alþingi, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður vegna nýlegra laga sem samþykkt hafa verið og frumvarpa sem þingmenn hafa boðað. 25.3.2010 15:30 Yukk sagði Bush á Haítí -myndband Forsetarnir fyrrverandi George Bush og Bill Clinton hafa heimsótt Haítí til þess að stappa stálinu í heimamenn og fylgjast með hjálparstarfinu. 25.3.2010 15:28 Fréttablaðið stendur við frétt um Fjölskylduhjálp Vegna yfirlýsingar fjölskylduhjálpar vill blaðamaður Fréttablaðsins, sem ritaði frétt um umdeilda forgangsröðun fjölskylduhjálpar, koma áleiðis að hann stendur við frétt sína. 25.3.2010 15:11 Segir slökkviliðsstjóra ekki geta lokað flugvellinum Árni Birgisson, deildarstjóri yfir björgunarmálum hjá Flugstoðum segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu, ekki hafa neina heimild til þess að loka flugvellinum líkt og hann hótar að gera á morgun. Ástæðan fyrir lokuninni að sögn Jóns Viðars er sú að slökkviliðsmenn á flugvellinum séu of fáir. Nú eru þeir tveir en Jón Viðar segir þá þurfa vera fjóra. 25.3.2010 14:55 Stækka brjóst kvenna með sprengiefni Breska leyniþjónustan hefur komist að því að læknar á vegum Al Kaida séu farnir að nota sprengiefni í stað silikons til að stækka brjóst kvenna. 25.3.2010 14:33 Lóan er komin - sást í hádeginu Það er staðfest. Fyrsta Lóan er komin en um hádegisbilið í dag heyrðist og sást til heiðlóu við Sílavík á Höfn. 25.3.2010 14:31 Gosstöðvarnar sjást frá Hellisheiði Ágætis skyggni er á Suðurlandi í dag og því líklegt að hægt sé að sjá til gossins á Fimmvörðuhálsi víða að. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni má Unnarssyni fréttamanni sést til gossins frá Hellisheiðinni. Þá sést á topp Eyjafjallajökuls frá Rangárvöllum. 25.3.2010 14:17 Svindlarar herja á íslenska Facebook-notendur Nígeríusvindlararnir alræmdu eru farnir að láta á sér kræla á ný en Hilmar Sigvaldsson fékk bréf frá Benjamin T. Dabrah frá Ghana í gegnum Facebook reikninginn sinn. Benjamin segist hafa undir höndum upplýsingar um háar fjárhæðir á reikningi manns sem ber sama föðurnafn og Hilmar. Sá maður á að hafa látist í jarðskjálfta í Kína og láti eftir sig mikið fé. 25.3.2010 14:13 Eldur í ruslageymslu í Fannarfelli Eldur kviknaði í ruslageymslu í Fannarfelli um hálfáttaleytið í morgun. Reyk lagði upp rör ruslatunnugeymslunnar og fór að mestu leyti út um túðu á þakinu. Einhvern reyk lagði inn í stigaganginn að sögn slökkviliðsmanna. Um minniháttar eld reyndist að ræða. Húsnæðið var reykræst en engar skemmdir urðu. 25.3.2010 13:39 Gosið að kvöldlagi - myndir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær. Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka. Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má. 25.3.2010 13:08 Ætlar að loka Reykjavíkurflugvelli vegna skorts á slökkviliðsmönnum „Stjórnsýslukæran frestar ekki réttaráhrifum og því mögulegt að flugvellinum verði lokað komi ekki til úrbóta,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjórinn á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur sent Flugstoðum bréf þar sem hann tilkynnir þeim að Reykjavíkurflugvelli verði lokað á morgun verði ekki fjölgað í liði slökkviliðsmanna á vellinum. 25.3.2010 12:54 ECA bauð allt of lága leigu Hernaðarfyrirtækið ECA programs bauð allt of lága leigu fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ekki stendur til að niðurgreiða starfsemi félagsins þar, af hálfu almennra flugfarþega. 25.3.2010 12:11 Sparkaði ítrekað í andlitið á liggjandi manni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 23 ára gamlan karlmann, í átta mánaða fangelsi í morgun fyrir fólskulega líkamsárás. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir. 25.3.2010 11:41 Mismunar ekki eftir þjóðerni heldur þjóðfélagsaðstæðum Framkvæmdarstjóri Fjölskylduhjálpar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um að Íslendingar hefðu forgang yfir útlendinga í matarúthlutun. 25.3.2010 11:41 Gylfi hundskammar ríkisstjórnina Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sakar ríkisstjórnina og einkum félagsmálaráðherra um að rjúfa áratuga langa sátt aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um samábyrgð á málefnum vinnumarkaðirins með stofnun Vinnumarkaðsstofnunar sem verður til með sameiningu Vinnumálastofnunar 25.3.2010 11:26 Vilja banna kennitöluflakk Þingmenn þriggja flokka lögðu fram á Alþingi í morgun frumvarp til þess að sporna við svokölluðu kennitöluflakki í rekstri fyrirtækja. Í greinagerð með frumvarpinu segir að tilgangur þess sé sá að slá varnagla við því að helstu eigendur og stjórnendur geti í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar orðið uppvísir að því að keyra fyrirtæki sín í þrot ítrekað. 25.3.2010 11:11 Icelandair semur við ÚTÓN um Airwaves hátíðina Icelandair og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, undirrituðu í dag samstarfssamning um rekstur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves til næstu fimm ára. ÚTÓN hefur samhliða þessu gert samning um að taka við allri starfsemi sem snýr að rekstri hátíðarinnar af fyrri rekstraraðila, Hr. Örlygi. 25.3.2010 11:08 Wipeout batt enda á ferilinn Danskur áhættuleikari og leikstjóri meiddist svo illa í dönsku útgáfunni af sjónvarpsþættinum Wipeout að leikferli hans er lokið. 25.3.2010 11:04 Farþegafjöldi lækkaður um 136 Farþegafjöldi með Herjólfi verður lækkaður um 136 farþega í hverri ferð í sumar. Þá verður skipið látið sigla með minni olíubirgðir en áður, til að rista ekki of djúpt við Landeyjahöfn. 25.3.2010 10:42 Þeir sem frystu lán í Landsbankanum fá útreiknaðar vaxtabætur Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum þá fá þeir sem frystu lánin sín hjá Landsbankanum greiddar vaxtabætur hjá ríkinu þar sem bankinn reiknar gjaldfallna vexti af frystum íbúðarlánum. 25.3.2010 10:37 Flugumferðastjórar funda með viðsemjendum í dag Fundur flugumferðarstjóra og viðsemjenda þeirra, sem eru Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur, hefst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu. Fyrir tæpum hálfum mánuði frestuðu flugumferðastjórar verkfalli sem boðað hafði verið þar sem til stóð að setja lögbann á það. Flugumferðastjórar hafa ekki boðað til annars verkfalls. 25.3.2010 10:35 Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25.3.2010 09:56 Robert Culp látinn Bandaríski leikarinn Robert Culp lést af slysförum í gær. Hann var 79 ára gamall. 25.3.2010 09:46 Funda með framkvæmdastjóra AGS Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu funda á morgun með Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Murilo Portugal 25.3.2010 09:43 HÍ kynnir framhaldsnám Háskóli Íslands mun kynna allt framhaldsnám við skólann í dag. Kynningin fer fram á Háskólatorgi og munu öll fimm fræðasvið Háskólans kynna möguleika sem í boði verða í framhaldsnámi á næsta skólaári. Kynningin verður milli kl. 16–18. 25.3.2010 09:00 Obama er andkristur, múslimi og sósíalisti Breska dagblaðið Telegraph greinir frá skoðannakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum á dögunum og hafa niðurstöður hennar vakið mikla athygli. 24 prósent þeirra sem kjósa repúblikanaflokkinn eru á því að Obama sé andkristur og 38 prósent flokksmanna telja að forsetinn sé að gera „svipaða hluti og Hitler“ gerði á sínum tíma í Þriðja ríkinu. 25.3.2010 08:10 Hugo Chavez lengir páskafríið Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez hefur nú tekið upp á því bæta þremur dögum við hið lögbundna páskafrí í landinu og þýðir það að allar opinberar byggingar og stofnanir verða lokaðar í landinu. 25.3.2010 08:02 Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Sádí Arabíu Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa handtekið alls 113 menn sem allir eru grunaðir um að vera meðlimir í Al Qaida hryðjuverkasamtökunum. Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um að sprengja olíustöðvar í landinu í loft upp en um þrjá aðskilda hópa var að ræða. 25.3.2010 07:59 Engin niðurstaða í Washington Viðræðum Bandaríkjamanna og Ísraela er lokið í Washington án niðurstöðu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hitti Barack Obama forseta meðal annars tvívegis en hann hefur nú snúið heim á leið. 25.3.2010 07:57 Stöðugur kraftur í gosinu á Fimmvörðuhálsi Ámóta kraftur er í gosinu í Fimmvörðuhálsi og var í gær, en sú breyting hefur orðið að verulega hefur dregið úr gufumyndun og gufusprengingum í Hrunagili, þar sem hraunið steypist niðru í fossi. 25.3.2010 07:15 Dauðadæmdur fékk gálgafrest Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvað í nótt aftöku á Henry Skinner í fangelsi í Texas. Boðin bárust innan við klukkustund áður en taka átti manninn af lífi en lögfræðingar hans höfðu farið fram á að gerðar væru nýjar DNA rannsóknir vegna málsins. Skinner var dæmdur til dauða fyrir morðin á kærustu sinni og sonum hennar tveimur. Hann hefur hinsvegar ávallt haldið fram sakleysi sínu. 25.3.2010 07:03 Ungir tóbaksþjófar á ferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá pilta á alldrinum 13 til 15 ára á fjórða tímanum í nótt, eftir að þeir höfðu brotist inn í verslun í Breiðholti og stolið þaðan tóbaki. 25.3.2010 06:59 Jarðskjálfti skók Manila Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 á Richter kvarðanum skók Manila, höfuðborg Fillipseyja í morgun. Byggingar í borginni sveifluðust til og frá og hlupu margir út úr húsum sínum og fyrirtækjum og út á götur. Engar fregnir hafa hinsvegar borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans. Bandarísks jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi átt upptök sín um tíu kílómetra undir sjávarbotninum undan strönd borgarinnar. 25.3.2010 06:46 Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. 25.3.2010 06:00 Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25.3.2010 06:00 Gufustrókar hækka í 12.000 fet í logninu Gufustrókar úr eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi hækkuðu verulega þegar líða tók á daginn í gær og vind lægði. 25.3.2010 05:30 Fleiri kjördæmi færri konur Allar konur á Lögþingi og í landstjórn Færeyja hafa sameinast um ályktun gegn þingsályktunartillögu um að skipta Færeyjum upp í fimm kjördæmi, en eyjarnar eru nú eitt kjördæmi. 25.3.2010 05:30 Stór atburður hjá litlu félagi Bandalag íslenskra skáta er nær öruggt um að fá að halda heimsmót róverskáta hér á landi árið 2017. Mótið verður langstærsti alþjóðlegi viðburðurinn sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir frá upphafi. 25.3.2010 05:30 Kalt vatn að drekka úr nýju listaverki Nýr vatnspóstur hannaður af Sigurði Guðmundssyni, listamanni og rithöfundi, var tekinn formlega í notkun við göngu- og hjólastíginn í Fossvogsdal fyrir skömmu. Vatnspósturinn er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og stendur vestan við enda Árlands. 25.3.2010 05:00 Vændu hvor annan um að vinna í þágu styrktaraðila Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vændu hvorir aðra um að láta hagsmuni þeirra sem styrkja flokkana ráða málflutningi sínum á Alþingi í gær. 25.3.2010 05:00 Ferðamenn vilja sjá náttúru Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 25.3.2010 04:45 Lögregla hafði hendur í hári Skap-Ofsa Málningarslettumaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í janúar er hinn sami og gengið hefur undir dulnefninu Skap-Ofsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Málningarslettunum linnti eftir handtöku mannsins. 25.3.2010 04:45 Eru skrefinu nær að búa til huliðsskikkju Vísindamenn í Karlsruhe í Þýskalandi eru skrefi nær að búa til huliðsskikkju, á borð við þær sem finnast í ævintýrum. Þeim tókst að hylja dæld í gullstöng þannig hún var vart sýnileg á innrauðri tíðni. 25.3.2010 04:30 Íkveikjan enn óupplýst Rannsókn á íkveikjunni í Laugarásvídeói í ágústlok í fyrra lauk fyrir nokkru án þess að nokkur hefði verið handtekinn. Málinu verður þó haldið opnu ef nýjar upplýsingar skyldu berast. 25.3.2010 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Íslenska ríkið ekki skaðabótaskylt vegna sprengjuárasar í Afganistan Íslenska ríkið er ekki skaðabótaskylt gagnvart Friðriki Má Jónssyni, fyrrverandi flugumferðastjóra í Kabúl í Afganistan, vegna sprengjuárásar sem hann varð fyrir þegar að hann var þar við friðargæslustörf. 25.3.2010 16:13
Alþingi fótum treður stjórnarskrána Stjórnarskráin er fótum troðin af Alþingi, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður vegna nýlegra laga sem samþykkt hafa verið og frumvarpa sem þingmenn hafa boðað. 25.3.2010 15:30
Yukk sagði Bush á Haítí -myndband Forsetarnir fyrrverandi George Bush og Bill Clinton hafa heimsótt Haítí til þess að stappa stálinu í heimamenn og fylgjast með hjálparstarfinu. 25.3.2010 15:28
Fréttablaðið stendur við frétt um Fjölskylduhjálp Vegna yfirlýsingar fjölskylduhjálpar vill blaðamaður Fréttablaðsins, sem ritaði frétt um umdeilda forgangsröðun fjölskylduhjálpar, koma áleiðis að hann stendur við frétt sína. 25.3.2010 15:11
Segir slökkviliðsstjóra ekki geta lokað flugvellinum Árni Birgisson, deildarstjóri yfir björgunarmálum hjá Flugstoðum segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu, ekki hafa neina heimild til þess að loka flugvellinum líkt og hann hótar að gera á morgun. Ástæðan fyrir lokuninni að sögn Jóns Viðars er sú að slökkviliðsmenn á flugvellinum séu of fáir. Nú eru þeir tveir en Jón Viðar segir þá þurfa vera fjóra. 25.3.2010 14:55
Stækka brjóst kvenna með sprengiefni Breska leyniþjónustan hefur komist að því að læknar á vegum Al Kaida séu farnir að nota sprengiefni í stað silikons til að stækka brjóst kvenna. 25.3.2010 14:33
Lóan er komin - sást í hádeginu Það er staðfest. Fyrsta Lóan er komin en um hádegisbilið í dag heyrðist og sást til heiðlóu við Sílavík á Höfn. 25.3.2010 14:31
Gosstöðvarnar sjást frá Hellisheiði Ágætis skyggni er á Suðurlandi í dag og því líklegt að hægt sé að sjá til gossins á Fimmvörðuhálsi víða að. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni má Unnarssyni fréttamanni sést til gossins frá Hellisheiðinni. Þá sést á topp Eyjafjallajökuls frá Rangárvöllum. 25.3.2010 14:17
Svindlarar herja á íslenska Facebook-notendur Nígeríusvindlararnir alræmdu eru farnir að láta á sér kræla á ný en Hilmar Sigvaldsson fékk bréf frá Benjamin T. Dabrah frá Ghana í gegnum Facebook reikninginn sinn. Benjamin segist hafa undir höndum upplýsingar um háar fjárhæðir á reikningi manns sem ber sama föðurnafn og Hilmar. Sá maður á að hafa látist í jarðskjálfta í Kína og láti eftir sig mikið fé. 25.3.2010 14:13
Eldur í ruslageymslu í Fannarfelli Eldur kviknaði í ruslageymslu í Fannarfelli um hálfáttaleytið í morgun. Reyk lagði upp rör ruslatunnugeymslunnar og fór að mestu leyti út um túðu á þakinu. Einhvern reyk lagði inn í stigaganginn að sögn slökkviliðsmanna. Um minniháttar eld reyndist að ræða. Húsnæðið var reykræst en engar skemmdir urðu. 25.3.2010 13:39
Gosið að kvöldlagi - myndir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær. Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka. Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má. 25.3.2010 13:08
Ætlar að loka Reykjavíkurflugvelli vegna skorts á slökkviliðsmönnum „Stjórnsýslukæran frestar ekki réttaráhrifum og því mögulegt að flugvellinum verði lokað komi ekki til úrbóta,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjórinn á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur sent Flugstoðum bréf þar sem hann tilkynnir þeim að Reykjavíkurflugvelli verði lokað á morgun verði ekki fjölgað í liði slökkviliðsmanna á vellinum. 25.3.2010 12:54
ECA bauð allt of lága leigu Hernaðarfyrirtækið ECA programs bauð allt of lága leigu fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ekki stendur til að niðurgreiða starfsemi félagsins þar, af hálfu almennra flugfarþega. 25.3.2010 12:11
Sparkaði ítrekað í andlitið á liggjandi manni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 23 ára gamlan karlmann, í átta mánaða fangelsi í morgun fyrir fólskulega líkamsárás. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir. 25.3.2010 11:41
Mismunar ekki eftir þjóðerni heldur þjóðfélagsaðstæðum Framkvæmdarstjóri Fjölskylduhjálpar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um að Íslendingar hefðu forgang yfir útlendinga í matarúthlutun. 25.3.2010 11:41
Gylfi hundskammar ríkisstjórnina Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sakar ríkisstjórnina og einkum félagsmálaráðherra um að rjúfa áratuga langa sátt aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um samábyrgð á málefnum vinnumarkaðirins með stofnun Vinnumarkaðsstofnunar sem verður til með sameiningu Vinnumálastofnunar 25.3.2010 11:26
Vilja banna kennitöluflakk Þingmenn þriggja flokka lögðu fram á Alþingi í morgun frumvarp til þess að sporna við svokölluðu kennitöluflakki í rekstri fyrirtækja. Í greinagerð með frumvarpinu segir að tilgangur þess sé sá að slá varnagla við því að helstu eigendur og stjórnendur geti í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar orðið uppvísir að því að keyra fyrirtæki sín í þrot ítrekað. 25.3.2010 11:11
Icelandair semur við ÚTÓN um Airwaves hátíðina Icelandair og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, undirrituðu í dag samstarfssamning um rekstur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves til næstu fimm ára. ÚTÓN hefur samhliða þessu gert samning um að taka við allri starfsemi sem snýr að rekstri hátíðarinnar af fyrri rekstraraðila, Hr. Örlygi. 25.3.2010 11:08
Wipeout batt enda á ferilinn Danskur áhættuleikari og leikstjóri meiddist svo illa í dönsku útgáfunni af sjónvarpsþættinum Wipeout að leikferli hans er lokið. 25.3.2010 11:04
Farþegafjöldi lækkaður um 136 Farþegafjöldi með Herjólfi verður lækkaður um 136 farþega í hverri ferð í sumar. Þá verður skipið látið sigla með minni olíubirgðir en áður, til að rista ekki of djúpt við Landeyjahöfn. 25.3.2010 10:42
Þeir sem frystu lán í Landsbankanum fá útreiknaðar vaxtabætur Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum þá fá þeir sem frystu lánin sín hjá Landsbankanum greiddar vaxtabætur hjá ríkinu þar sem bankinn reiknar gjaldfallna vexti af frystum íbúðarlánum. 25.3.2010 10:37
Flugumferðastjórar funda með viðsemjendum í dag Fundur flugumferðarstjóra og viðsemjenda þeirra, sem eru Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur, hefst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu. Fyrir tæpum hálfum mánuði frestuðu flugumferðastjórar verkfalli sem boðað hafði verið þar sem til stóð að setja lögbann á það. Flugumferðastjórar hafa ekki boðað til annars verkfalls. 25.3.2010 10:35
Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25.3.2010 09:56
Robert Culp látinn Bandaríski leikarinn Robert Culp lést af slysförum í gær. Hann var 79 ára gamall. 25.3.2010 09:46
Funda með framkvæmdastjóra AGS Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu funda á morgun með Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Murilo Portugal 25.3.2010 09:43
HÍ kynnir framhaldsnám Háskóli Íslands mun kynna allt framhaldsnám við skólann í dag. Kynningin fer fram á Háskólatorgi og munu öll fimm fræðasvið Háskólans kynna möguleika sem í boði verða í framhaldsnámi á næsta skólaári. Kynningin verður milli kl. 16–18. 25.3.2010 09:00
Obama er andkristur, múslimi og sósíalisti Breska dagblaðið Telegraph greinir frá skoðannakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum á dögunum og hafa niðurstöður hennar vakið mikla athygli. 24 prósent þeirra sem kjósa repúblikanaflokkinn eru á því að Obama sé andkristur og 38 prósent flokksmanna telja að forsetinn sé að gera „svipaða hluti og Hitler“ gerði á sínum tíma í Þriðja ríkinu. 25.3.2010 08:10
Hugo Chavez lengir páskafríið Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez hefur nú tekið upp á því bæta þremur dögum við hið lögbundna páskafrí í landinu og þýðir það að allar opinberar byggingar og stofnanir verða lokaðar í landinu. 25.3.2010 08:02
Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Sádí Arabíu Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa handtekið alls 113 menn sem allir eru grunaðir um að vera meðlimir í Al Qaida hryðjuverkasamtökunum. Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um að sprengja olíustöðvar í landinu í loft upp en um þrjá aðskilda hópa var að ræða. 25.3.2010 07:59
Engin niðurstaða í Washington Viðræðum Bandaríkjamanna og Ísraela er lokið í Washington án niðurstöðu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hitti Barack Obama forseta meðal annars tvívegis en hann hefur nú snúið heim á leið. 25.3.2010 07:57
Stöðugur kraftur í gosinu á Fimmvörðuhálsi Ámóta kraftur er í gosinu í Fimmvörðuhálsi og var í gær, en sú breyting hefur orðið að verulega hefur dregið úr gufumyndun og gufusprengingum í Hrunagili, þar sem hraunið steypist niðru í fossi. 25.3.2010 07:15
Dauðadæmdur fékk gálgafrest Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvað í nótt aftöku á Henry Skinner í fangelsi í Texas. Boðin bárust innan við klukkustund áður en taka átti manninn af lífi en lögfræðingar hans höfðu farið fram á að gerðar væru nýjar DNA rannsóknir vegna málsins. Skinner var dæmdur til dauða fyrir morðin á kærustu sinni og sonum hennar tveimur. Hann hefur hinsvegar ávallt haldið fram sakleysi sínu. 25.3.2010 07:03
Ungir tóbaksþjófar á ferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá pilta á alldrinum 13 til 15 ára á fjórða tímanum í nótt, eftir að þeir höfðu brotist inn í verslun í Breiðholti og stolið þaðan tóbaki. 25.3.2010 06:59
Jarðskjálfti skók Manila Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 á Richter kvarðanum skók Manila, höfuðborg Fillipseyja í morgun. Byggingar í borginni sveifluðust til og frá og hlupu margir út úr húsum sínum og fyrirtækjum og út á götur. Engar fregnir hafa hinsvegar borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans. Bandarísks jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi átt upptök sín um tíu kílómetra undir sjávarbotninum undan strönd borgarinnar. 25.3.2010 06:46
Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. 25.3.2010 06:00
Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25.3.2010 06:00
Gufustrókar hækka í 12.000 fet í logninu Gufustrókar úr eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi hækkuðu verulega þegar líða tók á daginn í gær og vind lægði. 25.3.2010 05:30
Fleiri kjördæmi færri konur Allar konur á Lögþingi og í landstjórn Færeyja hafa sameinast um ályktun gegn þingsályktunartillögu um að skipta Færeyjum upp í fimm kjördæmi, en eyjarnar eru nú eitt kjördæmi. 25.3.2010 05:30
Stór atburður hjá litlu félagi Bandalag íslenskra skáta er nær öruggt um að fá að halda heimsmót róverskáta hér á landi árið 2017. Mótið verður langstærsti alþjóðlegi viðburðurinn sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir frá upphafi. 25.3.2010 05:30
Kalt vatn að drekka úr nýju listaverki Nýr vatnspóstur hannaður af Sigurði Guðmundssyni, listamanni og rithöfundi, var tekinn formlega í notkun við göngu- og hjólastíginn í Fossvogsdal fyrir skömmu. Vatnspósturinn er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og stendur vestan við enda Árlands. 25.3.2010 05:00
Vændu hvor annan um að vinna í þágu styrktaraðila Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vændu hvorir aðra um að láta hagsmuni þeirra sem styrkja flokkana ráða málflutningi sínum á Alþingi í gær. 25.3.2010 05:00
Ferðamenn vilja sjá náttúru Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 25.3.2010 04:45
Lögregla hafði hendur í hári Skap-Ofsa Málningarslettumaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í janúar er hinn sami og gengið hefur undir dulnefninu Skap-Ofsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Málningarslettunum linnti eftir handtöku mannsins. 25.3.2010 04:45
Eru skrefinu nær að búa til huliðsskikkju Vísindamenn í Karlsruhe í Þýskalandi eru skrefi nær að búa til huliðsskikkju, á borð við þær sem finnast í ævintýrum. Þeim tókst að hylja dæld í gullstöng þannig hún var vart sýnileg á innrauðri tíðni. 25.3.2010 04:30
Íkveikjan enn óupplýst Rannsókn á íkveikjunni í Laugarásvídeói í ágústlok í fyrra lauk fyrir nokkru án þess að nokkur hefði verið handtekinn. Málinu verður þó haldið opnu ef nýjar upplýsingar skyldu berast. 25.3.2010 04:30