Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni 25. mars 2010 06:00 Þórólfur Guðnason. Aukaverkanir af bólusetningu gegn eru svínflensu mjög litlar miðað við hættuna af veirunni sjálfri, segir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins.Fréttablaðið/Stefán „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
„Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira