Innlent

Lóan er komin - sást í hádeginu

Lóa sást um hádegisbilið í dag við Sílavík á Höfn. Þetta staðfesti Brynjúlfur Brynjúlfsson fuglaáhugamaður við fréttastofu.

Hann sagðist hafa séð einn fugl við Sílavík. Viðbúið sé að lóan láti á sér kræla um þetta leyti. „Hún gaf frá sér þetta díííí- hljóð" sagði Brynjúlfur við fréttastofu. Hann býst við að sjá fleiri fugla næstu daga.

Fuglinn heldur til á Bretlandi og sunnar á veturna en kemur hingað til lands um þetta leyti. Frá því 1998 hafa fyrstu lóurnar sést frá 20.-31. mars.

Það er svo spurning hvort þessi heiðlóa muni kveða burt leiðindin, því það getur hún vissulega eins og segir í kvæðinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×