Fleiri fréttir

Hraunfossinn og gosið á Fimmvörðuhálsi - myndir

Í dag voru teknar fyrstur myndirnar úr þyrlu af jarðeldinum á Fimmvörðuhálsi, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Líkt áður hefur komið fram sést nú glóandi hraunfoss á eldsstöðvunum. Fossinn er sennilega hátt í 200 metra hár. Meðfylgjandi myndir tók Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins. Myndskeið frá þyrlufluginu er hægt að sjá með þessari frétt.

Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri

Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í voru var samþykktur á aðalfundi félagsins í kvöld. Röð efstu manna er í samræði við niðurstöður í prófkjöri flokksins sem fór fram í febrúar. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri, leiðir listann.

Róbert leiðir A-listann í Hveragerði

Róbert Hlöðversson, sviðsstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir A-listann í bæjarstjórnarkosningunum í Hveragerði í vor. A-listinn er sameinilegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. VG var ekki hluti af framboðinu fyrir fjórum árum en A-listinn fékk þá þrjá bæjarfulltrúa kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra.

Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina

Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu.

Hrauneðjan stefnir hratt niður í Þórsmörk

Ein helsta náttúruparadís landsins, Þórsmörk, gæti tekið breytingum á næstu dögum. Hrauneðjan stefnir nú hratt þangað og áætlar Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur að með sama hraða geti hún náð þangað á einum til tveimur dögum.

Fáir fá kvótann

Ætla má að aðeins um 70 einstaklingar ráði yfir 70 prósentum af heildarkvótanum á Íslandsmiðum. LÍÚ telur að útvegurinn þurfi að fá 100 milljarða afskrifaða til að geta gengið. Einungis þorskkvóti sem fyrirtæki þessa fólks fá úthlutað er yfir 165 milljarða króna virði.

Fengu styrk fyrir dugnað og elju í námi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði níu námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði í Höfða í dag. Sjóðurinn var stofnaður með samþykkt borgarráðs 3. mars 2005 í samstarfi við Eflingu - stéttarfélag.

Paul Rames og fjölskylda fengu dvalarleyfi

Paul Ramses og hans fjölskylda voru himinlifandi yfir því að fá loks afgreiðslu sinna mála eftir tæplega tveggja ára bið en Útlendingastofnun veitti þeim í dag dvalarleyfi á grundvelli verndar gegn ofsóknum í heimalandi þeirra. Þau segja þungu fargi af sér létt við niðurstöðuna og eru þakklát fyrir að geta nú lifað eðlilegu lífi á Íslandi.

ASÍ: Alþingi verður að ljúka Icesave deilunni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags- og atvinnumála. Hún segir brýnt að ljúka Icesave deilunni sem fyrst. Auk þess verði stjórnvöld að gera átak í mannaflsfrekum framkvæmdum.

Þarf að borga þrjár milljónir vegna ærumeiðandi ummæla

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag Guðríði Haraldsdóttur, ritstjóra Vikunnar, fyrir ærumeiðandi ummæli og brot gegn friðhelgi einkalífs gagnvart feðginum í umfjöllun blaðsins í júlí í síðasta ári. Þá var stúlkan 13 ára gömul. Guðríði var gert að greiða alls 2,8 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta.

Framsóknarmenn vilja endurskoða samstarfið við AGS

Framsóknarflokkurinn vill endurskoða samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ljósi atburða og breyttra aðstæðna frá því að upphaflegur samningur var gerður við sjóðinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tillögu um þjóðarsátt í tíu liðum sem flokkurinn hefur lagt fram.

Óhugnanleg bræði og hatur

Heiftin í baráttunni um breytingar á sjúkratryggingum í Bandaríkjunum er slík að hún vekur með mönnum áhyggjur.

Þeir sem frystu lánin verða af vaxtabótum

Þeir einstaklingar sem hafa fryst íbúðalánin hjá Arion banka vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fá engar vaxtabætur frá ríkinu í ár þar sem bankinn reiknar ekki og gefur ekki upp áfallna vexti af láninu. Enn er beðið eftir svari frá Landsbankanum hvort slíkt hið sama sé uppi á teningnum.

Tugir milljarða í dóp og mellur

Norðmenn eru ágætlega kristin og íhaldssöm þjóð. Þeir vilja hinsvegar greinilega sletta úr klaufunum öðru hvoru og þá kannski ekki alltaf á þann hátt að hugnist öllum.

Talsmaður neytenda: Hæpið að niðurfærsla skulda séu skattskyldar

Að áliti talsmanns neytenda er hæpið að halda því fram að niðurfærsla skulda neytenda sé skattskyld samkvæmt gildandi lögum. Skattlagning færi því í bága við stjórnarskrá þar sem ekki sé um að ræða ívilnun eða „eignaauka“ - heldur staðfestingu á rétti neytenda."

Reyna stórárásir á olíustöðvar

Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa hafa handtekið yfir 100 manns sem grunaðir eru um að undirbúa hryðjuverkaárásir á olíumiðstöðvar landsins.

Almannatenglar kaupa Útiveru

Almannatengslafyrirtækið Athygli hefur fest kaup á tímaritinu Útiveru en fyrsta blaðið eftir nokkurt hlé kemur út í lok apríl. Samkvæmt tilkynningu er ætlunin að blása nýju lífi í tímaritið og verða fjögur tölublöð gefin út á þessu ári og þeim fjölgað á næsta ári ef vel gengur.

SMS: Hypjaðu þig

Atvinnumálaráðherra Danmerkur vill ekki setja lög sem banna fyrirtækjum að segja fólki upp störfum með SMS skilaboðum.

Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit

Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna.

Stórslys í Osló

Stórslys varð í Osló fyrir stundu þegar flutningalest reif sig lausa á brautarstöð í gámahöfn höfuðborgarinnar. Hún rann á fullri ferð niður bratta brekku.

Þingmenn skoða gosið

Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina.

Hrikalegur hraunfoss á Fimmvörðuhálsi

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 og Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins flugu með þyrlu að eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi í morgun. Anton Brink tók myndirnar en á þeim má meðal annars sjá stórfenglegan hraunfoss sem myndast hefur.

Kveikt í ferðaklósettum við Esjuna

Kveikt var í ferðaklósettum við Esjuna í gærkvöldi en eldurinn var næstum slokknaður þegar slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang.

Óljóst hvort ráðherra sé bundinn af nefndinni

Formaður nefndar um erlenda fjárfestingu segir óljóst hvort viðskiptaráðherra sé bundinn af áliti nefndarinnar. Meirihluti nefndarinnar samþykkti á mánudag, eftir margra mánaða yfirlegu, að fallast á lögmæti kaupa kanadíska félagsins Magma Energy á hlutum í HS orku. Minnihluti nefndarinnar vill að dómstólar skeri úr um lögmæti kaupanna.

Nox Medical fær Nýsköpunarverðlaunin í ár

Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs árið 2010 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Fyrirtækið var stofnað í júní 2006 með það að markmiði að hanna svefngreiningarbúnað sem hentaði jafnt börnum sem fullorðnum, en á þeim tíma var ekki til búnaður sem sérstaklega hafði verið hannaður með börn í huga.

Rúmlega 57 þúsund hafa skilað framtali

Ríflega 57 þúsund manns höfðu skilað inn skattframtali sínu í morgun. Langflestir eða um 55 þúsund skiluðu framtalinu rafrænt á vef ríkisskattstjóra.

Hillary lofar Mexíkönum aðstoð

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú stödd í Mexíkó þar sem hún ræðir við þarlend stjórnvöld um hvernig hægt sé að berjast við eiturlyfjahringina sem þar virðast ráða lögum og lofum.

Ellismellir í vígahug

Fjórir þýskir ellilífeyrisþegar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að ræna fjármálaráðgjafa sínum og halda honum í gíslingu í fjóra daga.

Tugir létust í eldsvoða á Indlandi

Að minnsta kosti 24 eru látnir í miklum eldsvoða sem braust út í indversku borginni Kalkútta síðdegis í gær. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í nótt og eru slökkviliðsmenn nú að leita í rústum byggingarinnar sem brann sem var á sex hæðum. Tugir slösuðust í eldsvoðanum, margir þegar þeir stukku út um glugga á efri hæðum hússins.

Vilja banna reykingar í bílum

Læknar í Bretlandi hafa krafist þess að reykingar í bílum verði bannaðar með öllu. Læknarnir vísa til nýrrar könnunar sem sýnir að á hverju ári megi rekja 22 þúsund tilvik astma á meðal barna í Bretlandi til óbeinna reykinga.

Óvissa um makrílveiðarnar

Mikil óvissa ríkir nú um tilhögun makrílveiða í sumar, eftir að skötuselslögin svonefndu voru samþykkt á Alþingi. Veiðiheimildum á makríl hefur ekki verið úthlutað á einstök skip, eins á við um aðrar tegundir, heldur hafa öll skip mátt veiða úr einum potti, eða kvóta, þar til hámarkstölunni er náð.

Ráðist á skæruliða í Pakistan

Pakistanskar öryggissveitir felldu að minnsta kosti fjórtán skæruliða í nótt þegar gerðar voru árásir á búðir Talíbana við Afgönsku landamærin. Einn hermaður slasaðist í aðgerðinni en hún er liður í því að hrekja skæruliðana frá Pakistan en þaðan hafa þeir getað skipulagt árásir á hermenn NATO í Afganistan.

Benjamin og Barack hittust í Hvíta húsinu

Forsætisráðherra Ísraela Benjamin Netanyahu ræddi í nótt við Barack Obama bandaríkjaforseta í fyrsta sinn síðan deilur komu upp á milli ríkjanna vegna íbúðabygginga Ísraela í Jerúsalem.

Óvenju mikið um sjúkraflutninga

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu sinntu rúmlega sjötíu sjúkraflutningum í gær, sem nálgast að vera met á einum degi. Í fyrradag var líka óvenju mikið um flutninga, eða 68, en á meðal degi flytja sjúkraflutningamenn 40 til 45 manns.

Kveikt í kömrum við Esjurætur

Kveikt var í tveimur útikömrum á bílastæðinu við Esjurætur í gærkvöldi og eyðilögðust þeir. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru þeir alelda. Um svipað leyti var tilkynnt um sinueld í Mosfellsbæ, en hann var slökktur á skammri stundu.

Þvottavélaþjófar reyndu að stinga lögguna af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn í nótt eftir að þeir höfðu stolið þvottavél úr sameiginlegu vaskahúsi í fjölbýlishúsi í Breiðholti og voru komnir með hana út.

Vísindamenn komnir að eldstöðinni

Vísindamenn komust fyrir stundu upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi og eru nú að taka sýni. Óróinn undir gosstöðvunum var heldur meiri í nótt en í gærdag þannig að gosvirknin er ekki að minnka.

Kanna svigrúm til niðurfærslu skulda

Efnahags- og skattanefnd mun óska upplýsinga frá bönkum um hvert svigrúm fyrir niðurfærslu skulda almennings sé. Hingað til hafa bankarnir neitað að veita þessar upplýsingar og borið við bankaleynd. Nú á að láta reyna á þetta til fulls.

Sjá næstu 50 fréttir