Innlent

Ungir tóbaksþjófar á ferð í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá pilta á alldrinum 13 til 15 ára á fjórða tímanum í nótt, eftir að þeir höfðu brotist inn í verslun í Breiðholti og stolið þaðan tóbaki.

Þegar lögregla kom á vettvang reyndu þeir að flýja en lögreglan hljóp þá uppi. Haft var samband við foreldra þeirra og fulltrúa barnaverndaryfirvalda, sem voru viðstaddir þegar lögregla tók skýrslu af þeim. Tveir piltanna eru undir sakhæfisaldri, sem er 15 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×