Innlent

Stöðugur kraftur í gosinu á Fimmvörðuhálsi

Ef vel er að gáð má sjá mann í hægra horni myndarinnar sem gefur hugmynd um stærð gossins.
Ef vel er að gáð má sjá mann í hægra horni myndarinnar sem gefur hugmynd um stærð gossins. MYND/Anton Brink

Ámóta kraftur er í gosinu í Fimmvörðuhálsi og var í gær, en sú breyting hefur orðið að verulega hefur dregið úr gufumyndun og gufusprengingum í Hrunagili, þar sem hraunið steypist niðru í fossi.

Vísindamen telja líklegt að snjórinn sé að verða búinn í gilinu og því sé gufumyndun að hverfa. Fjölmargir ferðamenn lögðu leið sína að gosstöðvunum langt fram á nótt og nokkrir tjölduðu í Emstrum.

Umferð hófst aftur eld snemma í morgun, en að sögn lögreglu hafa ferðamenn virt lokanir. Verið er að lagfæra veginn um Fljótshlíð að bænum Fljótsdal til að auðvelda ferðafólki að komast á staðinn. Mikil flugumferð var við eldstöðvarnar í gær og voru þar stundum allt að tíu flugvélar í einu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×