Fleiri fréttir

Þolinmæði lögreglumanna á þrotum

„Lögreglumenn hafa gríðarlegt langlundargeð og mikla þolinmæði en sú þolinmæði er nú á þrotum," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í pistli á vef sambandsins. Hann bendir á að kjarasamningar lögreglumanna hafi verið lausir í næstum 290 daga.

Handskrifað ritmál er að hverfa

Handskrifað ritmál er smámsaman að leggjast af og eftir einhver ár verður hætt að kenna það í skólum, segir framtíðarrýnirinn Johan Peter Paludan í samtali við danska blaðið 24timer.

Viðurkenndi morð á sex börnum sínum

Þrjátíu og átta ára gömul frönsk kona viðurkenndi fyrir rétti í dag að hún hefði myrt sex nýfædd börn sín. Lík barnanna fundust í plastpokum í kjallara hennar.

Fundum frestað - ekki blásnir af

Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri komi fram að áætlun hafi. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár.

Minni skjálftavirkni

Skjálftavirkni var enn undir Eyjafjallajökli í nótt, en þó mun minni en þegar mest var. Engin skjálfti mældist heldur yfir þremur á Richter og upptökin voru á miklu dýpi sem fyrr.

Pípari framseldur til Póllands

Dómsmálaráðherra var heimilt að framselja 53 ára gamlan pólskan pípulagningarmann til heimalands síns, en Hæstiréttur felldi úr gildi ógildingu héraðsdóms í málinu.

Flugumferðastjóradeilan enn í hnút

Ríkissáttasemjari hefur boðað flugumferðarstjóra og viðsemjendur þeirra á sáttafund klukkan hálfþrjú í dag. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt á samningafundi á föstudag, og óformlegar þreifingar um helgina báru heldur engan árangur.

Sigurjón gefur kost á sér - vill Guðjón í ráðherrastól

Sigurjón Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Frjálslynda flokksins, segir fréttavefurinn Feykir. Landsþing flokksins fer fram í Reykjavík helgina 19. – 20. mars. Áður hafði Guðjón Arnar Kristjánsson, sem verið hefur formaður í 7 ár, gefið það út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Sigurjón vill að Guðjón Arnar verði sjávarútvegsráðherra fari Frjálslyndi flokkurinn í ríkisstjórn.

Vill verða varaformaður Frjálslynda flokksins

Ásta Hafberg, nemi í háskólanum á Bifröst, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem fer fram um næstu helgi og verður kosið í allar trúnaðarstöður flokksins. Ásta starfaði áður sem verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Austurlands.

Tveir teknir undir áhrifum fíkniefna í Ísafjarðardjúpi

Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í Ísafjarðardjúpi í síðustu viku. Í öðru tilvikinu var lagt hald á ætluð fíkniefni, að fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Norðmenn missa bíla sína

Nauðungaruppboð á bílum jukust um 40 prósent í Noregi árið 2009 miðað við árið áður. Það eru bílaumboð og lánastofnanir sem heimta bílana aftur þegar kaupendurnir geta ekki staðið í skilum með afborganir.

Óku of hratt um Ásbraut

Brot 15 ökumanna voru mynduð á Ásbraut í Hafnarfirði á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Ásbraut í vesturátt, á milli Vörðu- og Goðatorgs. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 96 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 16%, of hratt eða yfir afskiptahraða, að fram kemur á vef lögreglunnar. Meðalhraði hinna brotlegu var 63 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 75.

Bæjarstjórinn leiðir Samfylkinguna á Akureyri

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur einróma á félagsfundi sem haldinn var um helgina. Í lok janúar fór fram prófkjör og er röð efstu manna í samræmi við niðurstöður þess en það er Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri, sem leiðir listann.

Hverfafundir borgarstjóra blásnir af

Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina.

Flokkur Sarkozy tapaði

Allt lítur út fyrir að hægriflokkur Frakklandsforseta hafi beðið ósigur í fyrri umferð í héraðskosningunum sem fóru fram í gær.

Prestfrú lést á meðan hún fastaði

55 ára prestfrú í Flórída lést nýverið eftir að hún lokaði sig inni í svefnherbergi til að fasta. Það sagðist hún gera til að minnast þess tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni.

Við kolmunnaveiði vestur af Írlandi

Nokkur stór fjölveiðiskip sem hafa verið á loðnuveiðum til skamms tíma eru nú farin á kolmunnaveiðar vestur af Írlandi, enda er loðnukvótinn búinn. Aflabrögð virðast vera góð því eitt skipanna er þegar á heimleið með fullfermi.

Ekki boðað til samningafundar

Ekki hefur enn verið boðað til samningafundar með flugumferðarstjórum og vinnuveitendum þeirra. Flug frá landinu er með eðlilegum hætti því þegar flugumferðarstjórar frestuðu verkfallsaðgerðum fyrir helgi, náði sú frestun til aðgerða, sem áttu að hefjast klukkan sjö í morgun. Hinsvegar kemur til slíkra aðgerða á miðvikudagsmorgun og svo á föstudagsmorgun, náist ekki samningar.

Bandaríkjastjórn enn móðguð

Bandríkjastjórn telur að Ísraelar hafi sýnt varaforsetanum Joe Biden mikla vanvirðingu þegar þeir tilkynntu í síðustu viku um byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem. Biden var þá í þriggja daga heimsókn á svæðinu og skyggði tilkynningin á heimsókn hans en vonir voru bundnar við að hún yrði til þess að Ísraelar og Palestínumenn hæfu friðarviðræður á nýjan leik. Palestínumenn vilja að austurhluti borgarinnar verði höfuðborg sjálfstæðrar Palestínu.

Århus verði Aarhus

Meirihluti borgarstjórnar Árósa vill að stafsetningu á heiti borgarinnar verið breytt og að hætt verði að nota danska bolluaið og að í stað bókstafsins komi tvöfallt A. Frá þessu er greint á vef Berlingske Tidende.

Boðað verkfall flugliða óréttlætalegt

Samgönguráðherra Bretlands gagnrýnir harðlega fyrirhugað verkfall sem flugliðar hjá flugfélaginu British Airways hafa boðað um næstu helgi. Að hans mati eru hinar fyrirhuguðu aðgerðir með öllu óréttlætanlegar. Um helgina slitnaði upp úr viðræðum á milli samningsaðila og lítur allt út fyrir að þúsundir starfsmanna flugfélagsins leggi niður störf í þrjá daga frá og með næsta laugardegi. Ráðherrann telur að boðað verkfall stefni framtíð British Airways í hættu.

Með fjögur kíló af amfetamíni

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi.

Innbyrðis deilur sliga stjórn VR

Mikil ólga er í stjórn VR, stærsta stéttarfélags landsins, nú þegar póstkosning um stjórn og trúnaðarráð stendur fyrir dyrum. Tiltæki fjögurra stjórnarmanna úr samtökunum Nýju Íslandi, að skila á síðustu stundu inn mótframboði við áður samþykktan lista uppstillingarnefndar, hefur vakið hörð viðbrögð félaga þeirra í stjórninni.

Lítrinn lækkar ekki í bráð

Olíufélögin hafa hækkað lítraverð á bensíni um um það bil 20 krónur frá áramótum. Eftir fjögurra króna hækkun á eldsneytisverði á miðvikudag er algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensínlítranum 208,2 krónur en dísillítrinn kostar víða 202,9 krónur.

Prófdómari víki af lögmannanámskeiði

Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gagnrýnir harðlega tilhögun námskeiða og prófa sem lögfræðingar taka til að fá réttindi sem héraðsdómslögmenn.

Skemmdu bíla Pólverja á Akranesi

Fimm bílar, allir í eigu Pólverja, voru skemmdir á Akranesi í fyrrinótt. Stungið var á dekk fjögurra bílanna og lakkið rispað á þeim fimmta. Bílunum var lagt víða um bæinn og því ekki talið að um handahófskenndan glæp sé að ræða.

Ætla að berjast gegn Urriðafossvirkjun

Unnið er að stofnun nýs framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Flóahreppi. Samhljómur er í hópnum um að klára skipulagsmál hreppsins sem fyrst, og berjast gegn Urriðafossvirkjun.

Fleiri gera vínin heima

Magnús Axelsson, rekstrar-stjóri og einn eigenda Ámunnar, segir verslunina hafa átt tryggan viðskiptavinahóp um árabil, líka í góðærinu þegar verð á innfluttum flöskuvínum lækkaði mikið. Hann bætir við að löngum hafi verið ódýrara að gera vínin sjálfur en kaupa þau út úr búð. Nú sé munurinn talsverður. Fordóma hafi áður gætt í garð heimagerðra vína. Þeir hafi horfið í tímans rás enda bilið á milli góðra heimagerðra vína og framleiddra í verksmiðju orðið nánast ekki neitt í dag. „Fólk er að búa til góð vín til að njóta þeirra,“ segir hann og bendir á að helst finni byrjendur í víngerð fyrir muninum. „Þeir byrja stundum að neyta afurðarinnar áður en hún nær toppgæðum. Gott og bragðmikið rauðvín þarf allt frá tveimur og upp í sex mánuði á flöskum. Eftir því sem þau eru geymd lengur verða þau betri,“ segir hann.

Vilja Thaksin aftur til valda

Bangkok, ap Þúsundir mótmælenda komu saman í Bangkok, höfuðborg Taílands á sunnudag. Mótmælendurnir, sem kenndir eru við rauðar skyrtur, vilja að stjórnvöld leysi upp þingið og efni til kosninga. Þannig vonast þeir til að Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, komist aftur til valda en hann var settur af með hervaldi árið 2006 vegna meintrar spillingar og misbeitingu valds.

Fjöldamorðum hótað í háskóla í Stokkhólmi

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú orðsendingu sem birtist á netinu á föstudaginn var en í henni hótar óþekktur maður að fremja fjöldamorð í Konunglega tækniháskólanum í höfuðborg Svíþjóðar. Lögregla og skólayfirvöld taka hótunina mjög alvarlega.

Eftirlýstur Baski handtekinn í London

Lögreglan í Lundúnum handtók í dag mann sem eftirlýstur er af spænskum yfirvöldum fyrir hryðjuverk. Maðurinn, Garikotz Murua, er 29 ára gamall Baski og er hann talinn tengjast aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA. Er honum gefið að sök að hafa efnt til og tekið þátt í óeirðum og hemdarverkum í Baskalandi.

Lítið þokast í kjaradeilu álversstarfsmanna

Lítið hefur þokast í kjaradeilu starfsmanna Norðuráls. Fundað verður með ríkissáttasemjara á morgun en starfsmenn Norðuáls krefjast sömu kjara og starfsmenn Alcan í Straumsvík. Það þýðir allt að 20 prósenta launahækkun.

Vilja leyfa staðgöngumæður

Rúmlega fimmtíu manns hafa skráð sig í félagið Staðgöngu sem berst fyrir því að staðgöngumæðrun verði lögleidd á Íslandi. Verði það ekki gert eru tvær konur í félaginu staðráðnar í að fara til útlanda með sinni staðgöngumóður.

Árni Páll óttast ekki málsókn

Félagsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp í vikunni, þar sem meðal annars er tekið á vanda þeirra sem eru að sligast undan háum bílalánum. Hann óttast ekki málsókn frá Deutsche bank.

Mamma Maddíar biður fyrir ræningjunum

Kate McCann, móðir Maddý litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007, segist biðja fyrir mönnunum sem rændu dóttur hennar. Þetta kemur fram í útvarpsviðtali við Kate sem fór í loftið í dag á BBC. McCann, sem er kaþólsk, segir að Guð hafi gefið sér innri styrk til þess að komast í gegnum daginn þegar portúgalska lögreglan gaf henni réttarstöðu grunaðs í málinu.

Rúmar níu milljónir hafa safnast

Rúmar 9 milljónir og 300 þúsund krónur hafa safnast í söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins Karlmenn og krabbamein. Mottumars. Átakið hefur vakið mikla athygli og fjöldi karlmanna skartar nú myndarlegum skeggvexti á efri vör og jafnvel meðfram munnvikum niður að höku.

Blaðamaður ársins vill verða fjölmiðlafulltrúi Steingríms

Jóhann Hauksson, blaðamaður á DV sem nýverið var útnefndur Blaðamaður ársins 2009, hefur sótt um starf fjölmiðlafulltrúa Fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram á Pressunni og segist Jóhann hafa verið að svipast um eftir nýju starfi undanfarið og því sótt um þegar starfið var auglýst.

Árásin í Kandahar var aðvörun til Bandaríkjamanna

Sprengjuárásirnar í Kandahar í gær sem urðu að minnsta kosti 35 manns að bana í gær voru aðvörun til Bandaríkjanna og NATO. Talsmaður Talibana lýsti þessu yfir í dag og var árásunum ætlað að fæla Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra frá því að auka við liðsstyrk sinn á svæðinu til þess að hrekja Talíbana á brott.

Búkolla brann á Suðurstrandarvegi

Eldur kom upp í svokallaðri Búkollu rétt fyrir hádegi í dag á Suðurstrandarvegi við Hlíðarvatn. Búkolla er stærsta gerð af vörubíl og kom eldurinn upp í vélarrúmi tækisins. Slökkviliðið í Þorlákshöfn var kallað á staðinn en vélin var mikið brunnin þegar þá bar að garði.

Snjósleðamenn lentu í snjóflóði

Þrír snjósleðamenn eru látnir og margra er saknað í Kanada eftir að snjóflóð féll í kanadísku klettafjöllunum í gær. Um 200 snjósleðamenn voru þar samankomnir á móti þegar flóðið skall á hluta hópsins.

Sjá næstu 50 fréttir