Erlent

Snjósleðamenn lentu í snjóflóði

Óljóst er hve margir lentu í flóðinu.
Óljóst er hve margir lentu í flóðinu. MYND/AP

Þrír snjósleðamenn eru látnir og margra er saknað í Kanada eftir að snjóflóð féll í kanadísku klettafjöllunum í gær. Um 200 snjósleðamenn voru þar samankomnir á móti þegar flóðið skall á hluta hópsins.

Tólf slösuðust í flóðinu en óljóst er hve margir hafa grafist undir snjónum. Sleðafólkið hafði haldið í fjöllin þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir um hættu á snjóflóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×