Erlent

Handtekinn fyrir að hóta fjöldamorðum í Svíþjóð

Lögreglan í Stokkhólmi handtók í gærkvöldi karlmann sem hefur viðurkennt að hafa hótað að fremja fjöldamorð í Konunglega tækniháskólanum í höfuðborg Svíþjóðar í dag.

Maðurinn birti nafnlausa orðsendingu á internetinu á föstudaginn þar sem fram kom að hann ætlaði að mæta með skammbyssu í skólann í dag og skjóta eins marga og hann gæti áður en lögreglan kæmi á staðinn. Yfirvöld tóku hótunina mjög alvarlega höfðu mikinn viðbúnað við skólann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×