Innlent

Pípari framseldur til Póllands

Mynd/GVA

Dómsmálaráðherra var heimilt að framselja 53 ára gamlan pólskan pípulagningarmann til heimalands síns, en Hæstiréttur felldi úr gildi ógildingu héraðsdóms í málinu.

Forsaga málsins er sú að pólsk dómsmálayfirvöld kröfðust framsals á manninum sem fyrir 6 árum gerðist sekur um fjármunabrot, til að hann afpláni 7 mánaða fangelsisvist vegna þess að hann hafði ekki greitt einkaréttarlega kröfu, skaðabætur, sem hann var dæmdur til. Maðurinn hefur stofnað heimili hér á landi og starfar við pípulagningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×