Erlent

Ein stærsta rannsókn sem unnin hefur verið á orsökum geðklofa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geðklofa getur fylgt tilfinningaleg flatneskja. Mynd/ AFP.
Geðklofa getur fylgt tilfinningaleg flatneskja. Mynd/ AFP.
Ef báðir foreldrar barns eru haldnir geðklofa eru næstum 70% líkur á því að barnið sjálft verði haldið einhverjum geðsjúkdóm, sýnir ný dönsk rannsókn. Um 25% líkur eru á því að barnið fá sjálft geðklofa.

Rannsakendurnir telja að niðurstöðurnar styðji þá hugmynd sem áður hafði verið haldið fram að geðklofi væri arfgengur sjúkdómur. Preben Bo Mortensen, einn af rannsakendunum, segir að geðklofa megi rekja til flókins samspils umhverfis og erfða.

Rannsóknin er unnin á vegum Háskólans í Árósum. Gögnum var safnað frá 2,7 milljónum Dana og er þetta ein stærsta rannsókn sem unnin hefur verið á orsökum geðklofa í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×