Erlent

Boðað verkfall flugliða óréttlætalegt

Samgönguráðherra Bretlands gagnrýnir harðlega fyrirhugað verkfall sem flugliðar hjá flugfélaginu British Airways hafa boðað um næstu helgi. Að hans mati eru hinar fyrirhuguðu aðgerðir með öllu óréttlætanlegar. Um helgina slitnaði upp úr viðræðum á milli samningsaðila og lítur allt út fyrir að þúsundir starfsmanna flugfélagsins leggi niður störf í þrjá daga frá og með næsta laugardegi. Ráðherrann telur að boðað verkfall stefni framtíð British Airways í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×