Erlent

Bandaríkjastjórn enn móðguð

Joe Biden fundaði með ráðamönnum í Ísrarael og Palestínu í síðustu viku. Hér sést hann með Abbas Palestínuforseta. Mynd/AP
Joe Biden fundaði með ráðamönnum í Ísrarael og Palestínu í síðustu viku. Hér sést hann með Abbas Palestínuforseta. Mynd/AP
Bandríkjastjórn telur að Ísraelar hafi sýnt varaforsetanum Joe Biden mikla vanvirðingu þegar þeir tilkynntu í síðustu viku um byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem. Biden var þá í þriggja daga heimsókn á svæðinu og skyggði tilkynningin á heimsókn hans en vonir voru bundnar við að hún yrði til þess að Ísraelar og Palestínumenn hæfu friðarviðræður á nýjan leik. Palestínumenn vilja að austurhluti borgarinnar verði höfuðborg sjálfstæðrar Palestínu.

Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur reynt að gera lítið úr deilunni og segir fjölmiðla hafa blásið málið upp. Barack Obama og Biden eru aftur á afar óánægðir og þá er Hillary Clinton utanríkisráðherra sögð hafa lesið yfir hausamótunum á Netanjahu um helgina.

Fréttaskýrendur telja að ísraelsk stjórnvöld verði sem allra fyrst að leggja eitthvað af mörkum til að bæta samskiptin við ríkisstjórn Obama. Hins vegar lítur allt út fyrir að Ísraelar ætli ekki að hætta við byggingu íbúðanna í Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×