Innlent

Flugumferðastjóradeilan enn í hnút

Gissur Sigurðsson skrifar
Ríkissáttasemjari hefur boðað flugumferðarstjóra og viðsemjendur þeirra á sáttafund klukkan hálfþrjú í dag. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt á samningafundi á föstudag, og óformlegar þreifingar um helgina báru heldur engan árangur.

Flug frá landinu var með með eðlilegum hætti í morgun, því þegar flugumferðarstjórar frestuðu verkfallsaðgerðum fyrir helgi, náði sú frestun til aðgerða, sem áttu að hefjast klukkan sjö í morgun. Hinsvegar kemur til slíkra aðgerða á miðvikudagsmorgun og svo á föstudagasmorgun, náist ekki samningar. Horfurnar núna eru ekki góðar þar sem hvorougur deilulaðili sýndi ný spil um helgina.  Þá hafa flugvirkjar hjá Icelandair boðað til ótímabundins verkfalls á mánudag, ef ekki semst fyrr. Næsti fundur í þeirri deilu verður líklega hjá Ríkissáttasemjara á morgun.

Það er líka ósamið við flugvirkja, flugfreyjur og flugmenn hjá Flugfélagi Íslands og við flugmenn og flugfreyjur hjá Iceland Express,-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×