Erlent

Prestfrú lést á meðan hún fastaði

Frá Bandaríkjunum.
Frá Bandaríkjunum.
55 ára prestfrú í Flórída lést nýverið eftir að hún lokaði sig inni í svefnherbergi til að fasta. Það sagðist hún gera til að minnast þess tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni.

Konan læsti sig inn í herberginu í febrúar og tók einungis vatn með sér. Hún tók skýrt fram að hún vildi ekki undir neinum kringumstæðum vera trufluð. Það var svo tæpum mánuði síðar sem að fjölskylda hennar braut sér leið inn í herbergið og fann konuna látna. Eiginmaðurinn sem er prestur segist hafa verið að virða einkalíf konu sinnar og því ekki viljað trufla hana.

Að sögn lögreglu eru engar vísbendingar um saknæmt athæfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×