Erlent

Norðmenn missa bíla sína

Óli Tynes skrifar
Bílum fer fækkandi á götum í Osló.
Bílum fer fækkandi á götum í Osló.

Nauðungaruppboð á bílum jukust um 40 prósent í Noregi árið 2009 miðað við árið áður. Það eru bílaumboð og lánastofnanir sem heimta bílana aftur þegar kaupendurnir geta ekki staðið í skilum með afborganir.

Þetta er rakið til efnahagskreppunnar. Ef bílarnir seljast fyrir meira en sem nemur skuldinni fá fyrri eigendur þeirra greiddan mismuninn.

Ef hinsvegar söluverðið nægir ekki fyrir skuldinni stendur upp á hinn bíllausa fyrrum eiganda að borga mismuninn. Þar sem verðfall hefur orðið á bílum er það algengara en hitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×