Erlent

Århus verði Aarhus

Meirihluti borgarstjórnar Árósa vill að stafsetningu á heiti borgarinnar verið breytt og að hætt verði að nota danska bolluaið og að í stað bókstafsins komi tvöfallt A. Frá þessu er greint á vef Berlingske Tidende.

Borgarstjórinn segir að bolluaið sé ekki alþjóðlegur bókstafur og að brýnt sé að breyta stafsetningunni til að fjölga komu ferðamanna til borgarinnar. Þrátt fyrir að breytingin verði afar kostnaðarsöm eru 19 af 31 borgarfulltrúum fylgjandi því að bolluaið fái að fjúka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×