Erlent

Fangelsi og há sekt fyrir að selja hvalkjöt

Óli Tynes skrifar
Glás af sushi.
Glás af sushi.

Japanskur veitingamaður í Kaliforníu á yfir höfði sér eins árs fangelsi og um 40 milljóna króna sekt fyrir að selja sushi með hvalkjöti.

Kjötið var af Sandreyði sem er á lista yfir stofna í útrýmingarhættu. Þess utan er algerlega bannað að selja hverskonar hvalkjöt í Bandaríkjunum.

Veitingamaðurinn var ekkert að fara í felur með þetta því á reikningi sem viðskiptavinirnir fengu var tilgreint að þeir væru að borga fyrir hvalkjöt.

DNA próf leiddi í ljós að það var af Sandreyði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×