Prófdómari víki af lögmannanámskeiði 15. mars 2010 03:00 Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gagnrýnir harðlega tilhögun námskeiða og prófa sem lögfræðingar taka til að fá réttindi sem héraðsdómslögmenn. „Forseta lagadeildar Háskóla Íslands er það skiljanlega mikið kappsmál að nemendum deildarinnar gangi vel á hdl.-prófinu svokallaða. Það er því með öllu óásættanlegt og brýtur í bága við vandaða stjórnsýsluhætti og hæfisreglur að eiginmaður deildarforsetans, Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, með fullri virðingu fyrir honum, skuli vera prófdómari á hdl. námskeiðinu," segir Þórður. Þá segir Þórður að hafa verði í huga í þessu sambandi að prófraunin sem Markús sé prófdómari í sé munnleg. „Það er reyndar sjálfsögð og eðileg krafa að öll prófin á námskeiðinu verði eftirleiðis skrifleg og tekin á prófnúmerum en ekki undir nafni," segir hann. Að sögn Þórðar hefur verið staðfest að einn af kennurunum á námskeiðinu, sem jafnframt sé kennari við lagadeild HÍ, hafi á undanförnum árum haft fyrir reglu að leggja fyrir nemendur á hdl. námskeiðinu að stórum hluta sömu prófspurningar og hann hefur áður lagt fyrir nemendur í prófum við lagadeild HÍ. „Af þessum sökum hafa nemendur lagadeildar HÍ haft mun meiri tíma og tækifæri til undirbúnings en nemendur frá öðrum lagadeildum, sem aðeins fá tvo daga til undirbúnings. Þetta er óásættanleg mismunun og reyndar sérstakt athugunarefni hvers vegna þessi framkvæmd hefur verið látin viðgangast," segir Þórður. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudaginn var, virðast tölur frá prófnefnd Lögmannafélags Íslands sýna að lögfræðingar úr Háskóla Íslands standi sig betur á áðurnefndu námskeiði en lögfræðingar úr öðrum háskólum hérlendis. Þórður segir þessar tölur vera mjög villandi og að þeim beri að taka með miklum fyrirvara. Hann bendir á að af 45 lögfræðingum útskrifuðum frá Háskólanum í Reykjavík, sem skráðu sig í hdl. prófið á árunum 2007 til 2009, hafi 38 staðist prófið eða 84,4 prósent. Þórður segist ekki vera að varpa rýrð á hdl.-námskeiðið í heild. „Ég hygg hins vegar að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi að löngu sé tímabært að endurskoða inntak námskeiðsins og framkvæmd með hliðsjón af því hvaða tilgangi það eigi að þjóna." gar@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gagnrýnir harðlega tilhögun námskeiða og prófa sem lögfræðingar taka til að fá réttindi sem héraðsdómslögmenn. „Forseta lagadeildar Háskóla Íslands er það skiljanlega mikið kappsmál að nemendum deildarinnar gangi vel á hdl.-prófinu svokallaða. Það er því með öllu óásættanlegt og brýtur í bága við vandaða stjórnsýsluhætti og hæfisreglur að eiginmaður deildarforsetans, Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, með fullri virðingu fyrir honum, skuli vera prófdómari á hdl. námskeiðinu," segir Þórður. Þá segir Þórður að hafa verði í huga í þessu sambandi að prófraunin sem Markús sé prófdómari í sé munnleg. „Það er reyndar sjálfsögð og eðileg krafa að öll prófin á námskeiðinu verði eftirleiðis skrifleg og tekin á prófnúmerum en ekki undir nafni," segir hann. Að sögn Þórðar hefur verið staðfest að einn af kennurunum á námskeiðinu, sem jafnframt sé kennari við lagadeild HÍ, hafi á undanförnum árum haft fyrir reglu að leggja fyrir nemendur á hdl. námskeiðinu að stórum hluta sömu prófspurningar og hann hefur áður lagt fyrir nemendur í prófum við lagadeild HÍ. „Af þessum sökum hafa nemendur lagadeildar HÍ haft mun meiri tíma og tækifæri til undirbúnings en nemendur frá öðrum lagadeildum, sem aðeins fá tvo daga til undirbúnings. Þetta er óásættanleg mismunun og reyndar sérstakt athugunarefni hvers vegna þessi framkvæmd hefur verið látin viðgangast," segir Þórður. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudaginn var, virðast tölur frá prófnefnd Lögmannafélags Íslands sýna að lögfræðingar úr Háskóla Íslands standi sig betur á áðurnefndu námskeiði en lögfræðingar úr öðrum háskólum hérlendis. Þórður segir þessar tölur vera mjög villandi og að þeim beri að taka með miklum fyrirvara. Hann bendir á að af 45 lögfræðingum útskrifuðum frá Háskólanum í Reykjavík, sem skráðu sig í hdl. prófið á árunum 2007 til 2009, hafi 38 staðist prófið eða 84,4 prósent. Þórður segist ekki vera að varpa rýrð á hdl.-námskeiðið í heild. „Ég hygg hins vegar að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi að löngu sé tímabært að endurskoða inntak námskeiðsins og framkvæmd með hliðsjón af því hvaða tilgangi það eigi að þjóna." gar@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira