Erlent

Árásin í Kandahar var aðvörun til Bandaríkjamanna

MYND/AP

Sprengjuárásirnar í Kandahar í gær sem urðu að minnsta kosti 35 manns að bana í gær voru aðvörun til Bandaríkjanna og NATO. Talsmaður Talibana lýsti þessu yfir í dag og var árásunum ætlað að fæla Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra frá því að auka við liðsstyrk sinn á svæðinu til þess að hrekja Talíbana á brott.

Stanley McChrystal, hershöfðingi í Bandaríkjaher sagði á dögunum að til standi að herja sókn gegn Talíbönum á svæðinu en Kandahar er þeirra sterkasta vígi. „Við vorum að svara McChrystal hershöfðingja," segir talsmaðurinn sem sagði árásirnar sýna að Talibanar geti gert árásir hvar og hvenær sem er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×