Innlent

Sigurjón gefur kost á sér - vill Guðjón í ráðherrastól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Frjálslynda flokksins, segir fréttavefurinn Feykir. Landsþing flokksins fer fram í Reykjavík helgina 19. - 20. mars. Áður hafði Guðjón Arnar Kristjánsson, sem verið hefur formaður í 7 ár, gefið það út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Sigurjón vill að Guðjón Arnar verði sjávarútvegsráðherra fari Frjálslyndi flokkurinn í ríkisstjórn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×