Fleiri fréttir

Engar loðnuveiðar að svo stöddu

Í nótt lauk mælingu rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar á loðnustofninum, en bæði skipin hafa verið við loðnumælingar frá 5. janúar. Í tilkynningu frá Hafró segir að stofnunin leggi til að veiðar verði ekki hafnar að svo stöddu.

Catalina áfram í varðhaldi

Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar.

Hollendingar: Engar nýjar viðræður að svo stöddu

Hollenska fjármálaráðuneytið er ekki í viðræðum við Íslendinga vegna Icesave skuldbindinga. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir talskonu ráðuneytisins. Reuters vitnar til orða Steingríms J. Sigfússonar um að hratt þurfi að ganga til verka ætli menn að semja upp á nýtt áður en fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

Dómarar fái auknar heimildir í forsjármálum

Margvíslegar breytingar eru lagðar til á gildandi barnalögum í frumvarpi nefndar sem fór fyrir lög um forsjá barna, búsetu og umgegni. Breytingarnar varða meðal forsjá stjúp- og sambúðarforeldra, heimildir dómara í forsjármálum, hlutverk foreldra, ráðgjöf og sáttameðferð hjá sýslumönnum og ákvæði um umgengnisrétt.

Flokksráðsfundur VG á Akureyri

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs verður haldinn á Akureyri næstu helgi en flokksráðið er æðsta vald flokksins milli landsfunda. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave og sveitastjórnarkosningar í vor setji svip sinn á umræðuna.

Samtök íslamista bönnuð í Bretlandi

Samtök íslamista í Bretlandi verða bönnuð með lögum þegar ný lagasetning þar í landi tekur gildi. Á meðal samtaka sem verða bönnuð eru Islam4UK og al-Muhajiron en með lögunum verður bannað að upphefja hryðjuverk með einum eða öðrum hætti.

Foreldrar Maddýar viðstaddir réttarhöld í Portúgal

Foreldrar bresku telpunnar Madeleine McCann eru nú komnir til Portúgals tið að vera viðstaddir réttarhöld vegna bókar sem skrifuð var um hvarf dóttur þeirra. Höfundurinn er lögregluforinginn Goncalo Amaral sem í upphafi stýrði rannsókninni á hvarfi Madeleine.

Pabbi loftbelgsstráksins í grjótið

Faðir loftbelgsstráksins svokallaða í Bandaríkjunum hóf í dag að afplána níutíu daga fangelsisdóm fyrir að villa um fyrir yfirvöldum. Það vakti heimsathygli síðastliðið sumar þegar lögreglan eltist í tvær klukkustundir við heimasmíðaðan loftbelg sem foreldrarnir sögðu að hinn sex ára gamli Falcon Heeney hefði skriðið inn í.

Viðskiptavinir ÍLS sæki rafrænt um aðstoð í greiðsluvanda

Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna greiðsluvanda geta nú sent rafrænt inn umsókn til banka, sparisjóða og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, en ekki er lengur tekið við umsóknum á pappír.

Herða refsingar yfir unglingum

Unglingar í Danmörku fá í dag sjálfkrafa það sem kallað er afsláttur í dómskerfinu. Afbrotamenn undir átján ára aldri geta þannig fengið mest átta ára fangelsisdóm, sama hvert brotið er.

Sala á marijúana leyfð í New Jersey

New Jersey-fylki í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem heimila sölu á marijúana í lækningaskyni og er búist við að ríkisstjóri fylkisins staðfesti lög þess efnis í dag. Frá þessu er greint í New York Times í dag.

Sparisjóðsstjóri í haldi í átta klukkutíma

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, var í haldi lögreglu í rúmar átta klukkustundir hinn 24. nóvember síðastliðinn í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Exeter Holding.

Þrjú dómaraefni tilnefnd í Mannréttindadómstólinn

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um að tilnefna Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómara við Mannréttindadómstólinn, Hjördísi Björk Hákonardóttur hæstaréttardómara og Pál Hreinsson hæstaréttardómara og formann Rannsóknarnefndar Alþingis, sem dómaraefni af Íslands hálfu við Mannréttindadómstól Evrópu.

Árni Páll: Styrkja þarf stöðu skuldara

Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að skapa aðstæður svo fólk geti losnað undan skuldsetningu sem það ræður ekki við og bankarnir taki á sig tjónið en ekki ríkissjóður. Styrkja þurfi stöðu skuldaranna gagnvart bönkunum og frumvarp þess efnis sé í vinnslu.

Steingrímur boðar frekari skattabreytingar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði frekari skattabreytingar á þessu ári í ræðu sem hann hélt á Morgunverðarfundi Deloitte á Grand Hótel í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ríkisstjórnin hafi ekki meira svigrúm til skattahækkana.

Nefbrot og rúbluþjófnaður í Eyjum

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið en en hún átti sér staða á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt laugardagsins. Þarna hafði verið ráðist á karlmann á fimmtugsaldri að því er virðist án tilefnis þannig að hann þurfti að leita til læknis. Að sögn lögreglu er talið að sá er fyrir árásinni varð hafi nefbrotnað. Árásarmaðurinn var handtekinn og viðurkenndi hann árásina og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Forseti og frú í opinbera heimsókn til Indlands

Opinber heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Indlands hófst í morgun, þriðjudaginn 12. janúar, í Mumbai en í heimsókninni fer forseti einnig til Delhi og Bangalore. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forseti Íslands muni eiga fundi með forseta Indlands frú Patibha Patil og varaforseta landsins Mohammad Hamid Ansari sem og forsætisráðherranum Manmohan Singh, utanríkisráðherranum og fjölda annarra ráðamanna.

Baldur krefst þess að kyrrsetning eigna hans verði ógild

Kyrrsetning á eignum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, er fordæmalaus, tilefnislaus, óvenjuleg og óvægin. Þetta segir lögmaður hans sem krafðist þess í héraðsdómi Reykjavíkur í dag að kyrrsetningin yrði ógild.

Nýr meirihluti myndaður í Borgarbyggð

Samkomulag hefur tekist með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í Borgarbyggð um myndun nýs meirihluta sem starfar fram að sveitarstjórnarkosningum í vor. Samstarf allra flokka í sveitarfélaginu sprakk daginn fyrir gamlársdag vegna áhersluatriða við gerð fjárhagsáætlunar. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn.is

Dorrit er sextug í dag

Dorrit Moussaieff forsetafrú er sextug í dag, 12. janúar. Hún fæddist árið 1950 í Jerúsalem en foreldrar hennar Alisa og Shlomo eru frægir skartgripasalar. Þá segir á heimasíðu forsetaembættisins að faðir hennar sé á meðal fremstu forngripasafnara heims en hann sérhæfir sig í minjum sem tengjast Gamla testamentinu.

Varað við kraftaverkalausn

Varað er við kraftaverkalausninni MMS (e. Miracle Mineral Solution) sem ætlað er að lækna marga sjúkdóma allt frá alnæmi til berkla. Lausnin getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Það eru sóttvarnalæknir, Lyfjastofnun, Matvælastofun, Umhverfisstofnun og Eitrunarmiðstöð Landspítalans sem vara við efninu.

Byssuskortur hjá breskum bófum

Breska lögreglan hefur gengið svo hart fram við að gera upptæk ólögleg skotvopn að glæpagengi eru nú farin að deila með sér byssum. Jafnvel gengi sem eiga í innbyrðis átökum.

Dularfullur gasleki

Tveir slökkviliðsbílar með fimmtán slökkviliðsmönnum voru snarlega sendir á vettvang þegar mikinn gasfnyk lagði yfir bæinn Axedale í Ástralíu.

Saab úr sögunni

Saab hefur verið rekið með tapi í öll þau tíu ár sem verksmiðjurnar hafa verið í eigu General Motors. Fjármálakreppan varð svo til þess að endanlega var ákveðið að loka þeim, nema bærist tilboð sem teldist skárri kostur.

Konan sem faldi Önnu Frank er látin

Í tvö ár tók Miep Gies þátt í því ásamt öðrum að fela Frank fjölskylduna fyrir nazistum og færa henni mat, bækur og fréttir af því sem var að gerast í umheiminum.

2x13 í framboði hjá S og D

Þrettán manns gefa kost á sér til forvals Samfylkingarinnar í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, en framboðsfrestur rann út í gærkvöldi.

14 prósent útgjalda borgarinnar fer í húsnæði

Reykjavíkurborg greiddi 8,8 milljarða í húsnæðiskostnað á síðasta ári Húsnæðiskostnaður Reykjavíkurborgar var 8,8 milljarðar og 14 prósent af heildargjöldum borgarinnar árið 2009. Húsnæðiskostnaðurinn var 4,6 milljarðar og 10 prósent af gjöldum árið 2005. Að teknu tilliti til verðbólgu á tímabilinu er raunhækkunin 35 prósent.

Síldargöngur kalla til sín fugla

Talningar vetrarfugla á Snæfellsnesi sýna óvenju blómlegt fuglalíf líkt og í fyrravetur. Ástæðan er mikil síldargengd í Breiðafirði.

Skrifar bók um forræðisdeiluna

Lokadagur málflutnings í forræðisdeilu Borghildar Guðmundsdóttur við fyrrverandi eiginmann sinn verður á fimmtudag.

Varar við hryllilegum kjörum

Ekki er ljóst hvort efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur heimildir til að stöðva veitingu svokallaðra SMS-lána hér á landi. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ráðuneytið nú kanna hvort hægt sé að stöðva lánveitingarnar.

Mikill áhugi á orkuframleiðslu

Ríflega 130 manns hafa skráð sig á námskeiðið Orkubóndann sem haldið verður á Egilsstöðum í dag og er þetta metþátttaka í námskeiðinu sem er fyrir áhugafólk um orkuvirkjun.

Forstjóri hættir og fer í framboð

Hildur Dungal, sem hefur verið í leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Útlendingastofnunar, hefur beðist lausnar á því starfi. „Ég baðst lausnar fyrir áramót, mér fannst bara kominn tími á að gera eitthvað nýtt eftir sjö ár hjá stofnuninni,“ segir Hildur sem hefur tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer í febrúar.

Kínaforseti fylgist með Íslandi

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir sendiherra afhenti í gær Hu Jintao, forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína, fjórum dögum eftir komu sína til landsins. Að afhendingu lokinni fundaði hún með forsetanum og fleirum.

Óvissa með nýjar virkjanir

Breytt lánshæfismat íslenska ríkisins í kjölfar synjunar forseta Íslands á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave gæti haft áhrif á lánsfjáraðgengi Landsvirkjunar, og setur þar með áform um nýjar virkjanir í uppnám, segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Samkynhneigð ósátt við bann

Í San Francisco eru hafin fyrstu réttarhöldin í sögu Bandaríkjanna um það hvort bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Ekki þrælar heldur launafólk

Nýfundnar grafir í Egyptalandi, meira en fjögur þúsund ára gamlar, þykja sýna fram á að píramídarnir hafi ekki verið byggðir af þrælum heldur launafólki.

Gæta fórnarlambsins bæði á nóttu og degi

Meint fórnarlamb sakborninganna í mansalsmálinu á Suðurnesjum hefur verið í 24 tíma gæslu og notið hámarksverndar hér á landi. Stúlkan, sem er litháísk, tæplega tvítug, er talin í stórhættu af hálfu sakborninga, eða manna sem þeir þekkja hér.

Mun minna af gulldeplu í ár

Gulldepluveiðin í upphafi árs er mun minni en í fyrra, segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, skipi HB Granda. Hann segir að skipum hafi fjölgað frá því í fyrra og svæðið, sem er lítill blettur í Grindavíkurdýpinu, sem veitt er á þoli það illa. Alls eru skipin tíu sem stunda veiðarnar.

Íþróttafélög og skógrækt keppa

Skógrækt Reykjavíkur í samstarfi við Gámaþjónustuna býður nú Reykvíkingum að sækja til þeirra gömul jólatré fyrir 800 krónur stykkið, og gróðursetja eitt tré í Heiðmörk fyrir hvert tré sem þannig safnast.

Ungmenni geti fengið hámarksrefsingu

Dómsmálaráðherrann í Danmörku vill afnema alla refsilækkun vegna ungs aldurs. Í dag fá ungmenni undir 18 ára aldri lengst átta ára fangelsisdóma. Þetta kemur fram í Jyllands-Posten

Segja Avatar byggja á kynþáttahyggju

Hin vinsæla kvikmynd James Cameron, Avatar, er sögð fela í sér kynþáttahyggju. Þetta segir í frétt á vef Daily Telegraph. Gagnrýnendur segja að í boðskap sögunnar megi lesa að litaðir menn séu frumstæðir og ófærir um að bjarga sjálfum sér. Telegraph segir að þessa gagnrýni sé að finna í hundruðum bloggfærslna, YouTube myndskeiða og Twitter færslna.

Tveir til læknis eftir umferðarslys við Hvolsvöll

Ökumaður og farþegi voru fluttir til skoðunar hjá lækni eftir að bíll hafnaði utan vegar og hvolfdi vestan við Rauðalæk, í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli, um fimmleytið í dag. Talið er að meiðsl þeirra séu ekki alvarleg. Mikil hálka er í umdæminu að sögn lögreglunnar.

Sjá næstu 50 fréttir