Innlent

Flokksráðsfundur VG á Akureyri

Formaður og varaformaður VG. Katrín setur fundinn og kynnir drög að ályktunum. Steingrímur mun í ræðu fara yfir málefni líðandi stundar.
Formaður og varaformaður VG. Katrín setur fundinn og kynnir drög að ályktunum. Steingrímur mun í ræðu fara yfir málefni líðandi stundar. Mynd/GVA
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs verður haldinn á Akureyri næstu helgi en flokksráðið er æðsta vald flokksins milli landsfunda. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave og sveitastjórnarkosningar í vor setji svip sinn á umræðuna.

Í flokksráði VG eiga sæti 30 landsfundakjörnir fulltrúar en auk þeirra skipa flokksráð allir kjörnir sveitastjórnarfulltrúar, alþingismenn, varaalþingismenn, formaður Ungra Vinstri Grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×