Innlent

Mun minna af gulldeplu í ár

Faxi RE að taka flottrollið í land fyrir nokkru.
fréttablaðið/þök
Faxi RE að taka flottrollið í land fyrir nokkru. fréttablaðið/þök
Gulldepluveiðin í upphafi árs er mun minni en í fyrra, segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, skipi HB Granda. Hann segir að skipum hafi fjölgað frá því í fyrra og svæðið, sem er lítill blettur í Grindavíkurdýpinu, sem veitt er á þoli það illa. Alls eru skipin tíu sem stunda veiðarnar.

Uppsjávarskip HB Granda eru öll á gulldepluveiðum. Faxi var kominn á miðin í Grindavíkurdjúpi í gærmorgun eftir að hafa landað 490 tonnum á Akranesi. Auk Faxa er Ingunn á miðunum og Lundey NS er farin til sömu veiða. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×