Innlent

Nefbrot og rúbluþjófnaður í Eyjum

Mynd/Vísir

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið en en hún átti sér staða á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt laugardagsins. Þarna hafði verið ráðist á karlmann á fimmtugsaldri að því er virðist án tilefnis þannig að hann þurfti að leita til læknis. Að sögn lögreglu er talið að sá er fyrir árásinni varð hafi nefbrotnað. Árásarmaðurinn var handtekinn og viðurkenndi hann árásina og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá var brotist inn í bifreið aðfararnótt 4. janúar. Vitni sáu mann gramsa í bifreið sem stóð á Brimhólabraut. Maðurinn mun hafa verið klæddur í dökka hettupeysu og að því er virtist á aldrinum 14-16 ára. Ránsfengurinn var rússneskar rúblur að verðmæti 5-10.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×