Einhleypum körlum fjölgar hratt í Kína 12. janúar 2010 06:00 Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína kjósa frekar að eignast drengi en stúlkur, með afleiðingum sem koma drengjunum í koll. Nordicphotos/AFP Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kvenmannslausir. Þessu spáir kínverska félagsvísindaakademían, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem meðal annars breska ríkisútvarpið BBC skýrir frá á vefsíðum sínum. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem akademían hefur sent frá sér, fæðast 119 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, sem fæðast í Kína. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til einbirnisstefnunnar, sem kínversk stjórnvöld tóku upp árið 1978. Samkvæmt þeirri stefnu mega foreldrar ekki eignast nema eitt barn um ævina, þótt undantekningar séu leyfðar. Til dæmis mega foreldrar í sumum sveitahéröðum eignast annað barn ef fyrsta barn þeirra er stúlka. Í stærstu borgum landsins vega hins vegar fóstureyðingar þungt til að skekkja kynjahlutfallið, sem veldur því að drengir eru töluvert fleiri en stúlkur. Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína vilja frekar eignast drengi en stúlkur, þannig að þegar aðeins eitt barn er í boði verður fóstureyðing álitlegur kostur í huga verðandi foreldra. Í skýrslu félagsvísindaakademíunnar segir að kynjahlutföllin séu breytileg eftir landshlutum. Sums staðar fæðist 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur. „Vandinn er alvarlegri í sveitum þar sem tryggingakerfi vantar. Aldraðir bændur verða að reiða sig á afkomendur sína,“ er haft eftir Wang Guangzhou í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kínversku stjórnarinnar. Wang er einn þeirra sem unnu að gerð skýrslunnar. Kynjahlutföllin hafa jafnt og þétt snúist drengjum í óhag allt frá 1982, þegar 108 drengir fæddust fyrir hverjar 100 stúlkur. Árið 1990 var hlutfallið komið upp í 111, árið 2000 í 116 og 2005 í 119, en nýrri tölur eru ekki tilbúnar. Afleiðingarnar eru sagðar margvíslegar, meðal annars þær að tekjulægri karlar munu eiga erfiðara með að finna sér konur en tekjuhærri karlar auk þess sem karlar muni í auknum mæli kvænast sér eldri konum. Í fátækari sveitum verði karlar að sætta sig við að kvænast seint á ævinni eða vera einhleypir til æviloka. „Líkurnar á því að kvænast í sveitunum verða litlar ef menn eru komnir yfir fertugt. Þeir verða háðari almannatryggingum og geta síður treyst á fjölskylduna,“ segir Wang. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kvenmannslausir. Þessu spáir kínverska félagsvísindaakademían, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem meðal annars breska ríkisútvarpið BBC skýrir frá á vefsíðum sínum. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem akademían hefur sent frá sér, fæðast 119 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, sem fæðast í Kína. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til einbirnisstefnunnar, sem kínversk stjórnvöld tóku upp árið 1978. Samkvæmt þeirri stefnu mega foreldrar ekki eignast nema eitt barn um ævina, þótt undantekningar séu leyfðar. Til dæmis mega foreldrar í sumum sveitahéröðum eignast annað barn ef fyrsta barn þeirra er stúlka. Í stærstu borgum landsins vega hins vegar fóstureyðingar þungt til að skekkja kynjahlutfallið, sem veldur því að drengir eru töluvert fleiri en stúlkur. Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína vilja frekar eignast drengi en stúlkur, þannig að þegar aðeins eitt barn er í boði verður fóstureyðing álitlegur kostur í huga verðandi foreldra. Í skýrslu félagsvísindaakademíunnar segir að kynjahlutföllin séu breytileg eftir landshlutum. Sums staðar fæðist 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur. „Vandinn er alvarlegri í sveitum þar sem tryggingakerfi vantar. Aldraðir bændur verða að reiða sig á afkomendur sína,“ er haft eftir Wang Guangzhou í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kínversku stjórnarinnar. Wang er einn þeirra sem unnu að gerð skýrslunnar. Kynjahlutföllin hafa jafnt og þétt snúist drengjum í óhag allt frá 1982, þegar 108 drengir fæddust fyrir hverjar 100 stúlkur. Árið 1990 var hlutfallið komið upp í 111, árið 2000 í 116 og 2005 í 119, en nýrri tölur eru ekki tilbúnar. Afleiðingarnar eru sagðar margvíslegar, meðal annars þær að tekjulægri karlar munu eiga erfiðara með að finna sér konur en tekjuhærri karlar auk þess sem karlar muni í auknum mæli kvænast sér eldri konum. Í fátækari sveitum verði karlar að sætta sig við að kvænast seint á ævinni eða vera einhleypir til æviloka. „Líkurnar á því að kvænast í sveitunum verða litlar ef menn eru komnir yfir fertugt. Þeir verða háðari almannatryggingum og geta síður treyst á fjölskylduna,“ segir Wang. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent