Innlent

Sjötugur lögmaður dæmdur í fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjötugan karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir umboðssvik.

Dóminn hlaut maðurinn sem starfar sem lögmaður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem þinglýstur eigandi að sumarhúsalóð í Grímsnesi sem hann seldi hjónum í ágúst 1988. Rúmum 19 árum síðar seldi hann lóðina í heimildarleysi með afsali dagsettu í maí 2007. Hjónin voru þá skilin en lóðin kom í hlaut konunnar.

Fram kemur í dómnum lögmaðurinn hafi með gjörðum sínum valdið konunni umtalsverðu fjárhagstjóni. Þrátt fyrir það er honum ekki gert að greiða henni bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×