Innlent

Íþróttafélög og skógrækt keppa

Íþróttafélögin og Skógrækt Reykjavíkur safna nú jólatrjám gegn greiðslu.Fréttablaðið/Pjetur
Íþróttafélögin og Skógrækt Reykjavíkur safna nú jólatrjám gegn greiðslu.Fréttablaðið/Pjetur
Skógrækt Reykjavíkur í samstarfi við Gámaþjónustuna býður nú Reykvíkingum að sækja til þeirra gömul jólatré fyrir 800 krónur stykkið, og gróðursetja eitt tré í Heiðmörk fyrir hvert tré sem þannig safnast.

Fyrir höfðu íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt að þau muni taka að sér að safna trjánum saman fyrir 1.000 krónur stykkið í fjáröflunarskyni.

Þessi óvenjulega samkeppni kemur í kjölfar þess að Reykjavíkurborg ákvað að safna ekki saman jólatrjám borgarbúa þetta árið í sparnaðarskyni.

Ókeypis er að henda trjánum hjá Sorpu. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×