Erlent

Byssuskortur hjá breskum bófum

Óli Tynes skrifar
Má ég fá hana næst?
Má ég fá hana næst?

Breska lögreglan hefur gengið svo hart fram við að gera upptæk ólögleg skotvopn að glæpagengi eru nú farin að deila með sér byssum. Jafnvel gengi sem eiga í innbyrðis átökum.

Lögreglan segir að staðan sé nú þannig að leigumiðlarar leigi byssur til einstakra verkefna.

Þannig hafi þeir séð að sömu byssurnar séu notaðar til þriggja til fimm glæpaverka áður en þær finnast og séu gerðar upptækar. Þá eru hæg heimatökin að ganga hart að leigusölunum og koma þannig upp um marga glæpamenn í einu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×