Innlent

Viðskiptavinir ÍLS sæki rafrænt um aðstoð í greiðsluvanda

Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna greiðsluvanda geta nú sent rafrænt inn umsókn til banka, sparisjóða og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, en ekki er lengur tekið við umsóknum á pappír.

Í tilkynningu segir að með þessari breytingu er verið að auka áreiðanleika gagna og flýta fyrir afgreiðslu umsókna þar sem heildarferlið er orðið rafrænt. Umsóknina er að finna á www.greidsluerfidleikar.is en þegar viðskiptavinur hefur lokið við að fylla inn viðeigandi upplýsingar er afgreiðslustaður umsóknarinnar valinn.

Umsækjandi snýr sér svo til afgreiðslustofnunar til að skila inn fylgigögnum, en ekki er hægt að afgreiða umsókn fyrr en þau hafa borist. Þegar umsókn hefur verið afgreidd hjá banka, sparisjóði eða Ráðgjafarstofu er hún send til Íbúðalánasjóðs og viðskiptavinur fær niðurstöðu greiðsluerfiðleikamatsins í hendur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×