Innlent

Skrifar bók um forræðisdeiluna

Borghildur Guðmundsdóttir hefur dvalarleyfi fram í febrúar.
Borghildur Guðmundsdóttir hefur dvalarleyfi fram í febrúar.
Lokadagur málflutnings í forræðisdeilu Borghildar Guðmundsdóttur við fyrrverandi eiginmann sinn verður á fimmtudag.

„Ég veit eiginlega ekki hvernig mér á að líða, ég er stressuð en þetta lítur ágætlega út fyrir okkur,“ segir Borghildur sem hefur dvalið ásamt sonum sínum tveimur, fimm og tíu ára, í Kentucky síðan í ágúst. Þá var henni gert með dómsúrskurði Hæstaréttar að fara til Bandaríkjanna og afhenda föðurnum drengina. Síðan þá hefur dómari í Kentucky hafnað beiðni hans um bráðabirgðaforræði tvisvar. Eftir málflutning á fimmtudag gæti biðin eftir úrskurði í deilunni verið á bilinu fjórar vikur til þrír mánuðir að sögn Borghildar.

Borghildur segir málið hafa tekið mikið á sig en hún vinnur nú að bók um forræðisdeiluna sem hún vonar að sjálfsögðu að endi með því að hún fái forræðið yfir drengjunum og það fyrr en síðar. „Ég hef dvalarleyfi út febrúar og þarf að skilja þá eftir í Bandaríkjunum verði ekki búið að kveða upp úrskurð í málinu,“ segir Borghildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem Íslendingar hafa sýnt hennar baráttu. „Krónan er bara svo lítils virði að það þarf að hafa mikið fyrir hverjum dollar,“ segir Borghildur sem vantar enn 5.000 dollara til að greiða reikning lögfræðings síns í Bandaríkjunum. - sbt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×