Innlent

Forstjóri hættir og fer í framboð

Hildur Dungal
Hildur Dungal
Hildur Dungal, sem hefur verið í leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Útlendingastofnunar, hefur beðist lausnar á því starfi. „Ég baðst lausnar fyrir áramót, mér fannst bara kominn tími á að gera eitthvað nýtt eftir sjö ár hjá stofnuninni," segir Hildur sem hefur tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer í febrúar.

Hildur segir þátttöku í stjórnmálum ekki hafa verið það sem hún hafði í huga þegar hún hætti en eftir áskoranir og umhugsun hafi hún ákveðið að slá til og stefnir á eitt af toppsætunum á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Að sögn Hildar gafst ekki tími til að auglýsa forstjórastöðuna fyrir áramót og var leyfi hennar því framlengt þangað til í mars þegar staðan verður auglýst. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×