Innlent

Kínaforseti fylgist með Íslandi

Kristín a. 
Árnadóttir
Kristín a. Árnadóttir
Kristín Aðalbjörg Árnadóttir sendiherra afhenti í gær Hu Jintao, forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína, fjórum dögum eftir komu sína til landsins. Að afhendingu lokinni fundaði hún með forsetanum og fleirum.

Í tilkynningu segir að sérstaklega hafi verið vikið að samstarfi ríkjanna á sviði jarðvarma og að heimssýningunni í Sjanghæ sem haldin verður á þessu ári.

Þá gerði Kristín grein fyrir stöðu efnahagsmála hér og framgangi efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Kínaforseti kvaðst fylgjast vel með þróun mála og vera þess fullviss að stjórnvöldum takist að ráða fram úr þeim vanda sem við væri að etja. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×