Innlent

Hollendingar: Engar nýjar viðræður að svo stöddu

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.

Hollenska fjármálaráðuneytið er ekki í viðræðum við Íslendinga vegna Icesave skuldbindinga. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir talskonu ráðuneytisins. Reuters vitnar til orða Steingríms J. Sigfússonar um að hratt þurfi að ganga til verka ætli menn að semja upp á nýtt áður en fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

„Okkur hefur verið gerð grein fyrir því að Íslenska þjóðin geti tekið þátt í atkvæðagreiðslu vegna málsins og við munum bíða eftir að þeirri afgreiðslu ljúki," segir talskonan. „Á þessu stigi málsins er því ekki um neinar samningaviðræður að ræða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×