Framtíð stjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins 8. desember 2009 19:27 Þráinn Bertelsson. Mynd/Valgarður Gíslason Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt með naumum meirihluta eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Framtíð frumvarpsins og jafnvel ríkisstjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins Bertelssonar, því einn stjórnarþingmaður til viðbótar gæti lagst gegn frumvarpinu við lokaafgreiðslu þess. Einni sögulegustu atkvæðagreiðsla í sögu Alþingis lauk í dag. Tveir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar og sá þriðji gaf í skyn að hann gæti allt eins gert það við þriðju umræðuna. „Óvissan um skuldaþol þjóðarbúsins en ekki áhugi á stundarávinning gerir það að verkum að ég segi nei við ríkisábyrgð á Icesave," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í umræðum á þingi í dag. Þessi afstaða Lilju kom ekki alveg á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar en margir höfðu búist við að Ögmundur Jónasson myndi láta nægja að sitja hjá en það gerði hann ekki. „Með atkvæði mínu gegn Icesave samningunum mótmæli ég niðurstöðunni eins og hún liggur fyrir svo og hvernig hún er fengin. Ég segi nei," sagði Ögmundur.Eins og hjón sem rífast á meðan jólatréð brennur Enn eitt atkvæði var því fallið frá ríkisstjórninni. En þá kom stjórnarandstæðingur ríkisstjórninni til aðstoðar og stjórn og stjórnarandstöðu var líkt við foreldra sem rifust í lokuðu í herbergi um efnahagslega stöðu heimilisins. „Kenna hvort öðru um og greinir á um leiðir til úrbóta meðan að jólatréð í stofunni stendur í björtu báli," sagði Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka. Hann greiddi atkvæði með frumvarpinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, hefur lýst efasemdum um Icesave frumvarpið og bindur vonir um breytingar á málinu fram að þriðju umræðu. „Eins og staðan er núna styð ég það að málið gangi til fjárlaganefndar en ítreka það að væntanleg afstaða mín til málsins mun ráðast af því hvernig vinnu nefndarinnar er háttað." Mynd/Valgarður „Hvað á að taka við ef þessi ríkisstjórn fellur?" Aðalgrein frumvarpsins var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 29 en tveir þingmenn voru fjarverandi. Ef Ásmundur snýst gegn frumvarpinu við þriðju og lokaumræðu málsins þarf ríkisstjórnin á atkvæði Þráins Bertelssonar að halda, annars er málið fallið á Alþingi og ef til vill ríkisstjórnin líka. „Það væri auðvitað mjög snúin staða fyrir ríkisstjórnina ef að þetta mál félli," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í samtali við fréttastofu. „Ég ætla ekki að gefa mér fyrirfram að þessi ríkisstjórn gefi upp öndina. Eigum við ekki að vona að hún lifi áfram vegna þess að ég spyr þjóðina, hvað á að taka við ef þessi ríkisstjórn fellur," sagði Jóhanna. Tengdar fréttir Icesave vísað aftur til fjárlaganefndar Icesave frumvarpinu var vísað til fjárlaganefndar með atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag eftir umfangsmiklar umræður við aðra lotu. 32 þingmenn meirihlutans samþykktu grein um ríkisábyrgð á Icesave, en 29 greiddu atkvæði á móti. 8. desember 2009 15:28 Ögmundur og Lilja leggjast gegn ríkisábyrgð á Icesave láninu Bæði Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave lánanna. Verið er að greiða atkvæði um það hvort vísa eigi Icesave málinu til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu um málið í þinginu. 8. desember 2009 14:49 Icesave: Samkomulag stendur Samkomulag stendur um hvernig fjallað verði um Icesave málið í fjárlaganefnd Alþingis á milli annarar og þriðju umræðu um málið. Í gær var mikil óvissa um hvort samkomulagið sem gert var á föstudag héldi en Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar segir í samtali við Fréttablaðið að þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan vildi skoða nánar verði skoðuð. 8. desember 2009 06:42 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt með naumum meirihluta eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Framtíð frumvarpsins og jafnvel ríkisstjórnarinnar gæti ráðist af atkvæði Þráins Bertelssonar, því einn stjórnarþingmaður til viðbótar gæti lagst gegn frumvarpinu við lokaafgreiðslu þess. Einni sögulegustu atkvæðagreiðsla í sögu Alþingis lauk í dag. Tveir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar og sá þriðji gaf í skyn að hann gæti allt eins gert það við þriðju umræðuna. „Óvissan um skuldaþol þjóðarbúsins en ekki áhugi á stundarávinning gerir það að verkum að ég segi nei við ríkisábyrgð á Icesave," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í umræðum á þingi í dag. Þessi afstaða Lilju kom ekki alveg á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar en margir höfðu búist við að Ögmundur Jónasson myndi láta nægja að sitja hjá en það gerði hann ekki. „Með atkvæði mínu gegn Icesave samningunum mótmæli ég niðurstöðunni eins og hún liggur fyrir svo og hvernig hún er fengin. Ég segi nei," sagði Ögmundur.Eins og hjón sem rífast á meðan jólatréð brennur Enn eitt atkvæði var því fallið frá ríkisstjórninni. En þá kom stjórnarandstæðingur ríkisstjórninni til aðstoðar og stjórn og stjórnarandstöðu var líkt við foreldra sem rifust í lokuðu í herbergi um efnahagslega stöðu heimilisins. „Kenna hvort öðru um og greinir á um leiðir til úrbóta meðan að jólatréð í stofunni stendur í björtu báli," sagði Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka. Hann greiddi atkvæði með frumvarpinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, hefur lýst efasemdum um Icesave frumvarpið og bindur vonir um breytingar á málinu fram að þriðju umræðu. „Eins og staðan er núna styð ég það að málið gangi til fjárlaganefndar en ítreka það að væntanleg afstaða mín til málsins mun ráðast af því hvernig vinnu nefndarinnar er háttað." Mynd/Valgarður „Hvað á að taka við ef þessi ríkisstjórn fellur?" Aðalgrein frumvarpsins var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 29 en tveir þingmenn voru fjarverandi. Ef Ásmundur snýst gegn frumvarpinu við þriðju og lokaumræðu málsins þarf ríkisstjórnin á atkvæði Þráins Bertelssonar að halda, annars er málið fallið á Alþingi og ef til vill ríkisstjórnin líka. „Það væri auðvitað mjög snúin staða fyrir ríkisstjórnina ef að þetta mál félli," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í samtali við fréttastofu. „Ég ætla ekki að gefa mér fyrirfram að þessi ríkisstjórn gefi upp öndina. Eigum við ekki að vona að hún lifi áfram vegna þess að ég spyr þjóðina, hvað á að taka við ef þessi ríkisstjórn fellur," sagði Jóhanna.
Tengdar fréttir Icesave vísað aftur til fjárlaganefndar Icesave frumvarpinu var vísað til fjárlaganefndar með atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag eftir umfangsmiklar umræður við aðra lotu. 32 þingmenn meirihlutans samþykktu grein um ríkisábyrgð á Icesave, en 29 greiddu atkvæði á móti. 8. desember 2009 15:28 Ögmundur og Lilja leggjast gegn ríkisábyrgð á Icesave láninu Bæði Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave lánanna. Verið er að greiða atkvæði um það hvort vísa eigi Icesave málinu til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu um málið í þinginu. 8. desember 2009 14:49 Icesave: Samkomulag stendur Samkomulag stendur um hvernig fjallað verði um Icesave málið í fjárlaganefnd Alþingis á milli annarar og þriðju umræðu um málið. Í gær var mikil óvissa um hvort samkomulagið sem gert var á föstudag héldi en Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar segir í samtali við Fréttablaðið að þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan vildi skoða nánar verði skoðuð. 8. desember 2009 06:42 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Icesave vísað aftur til fjárlaganefndar Icesave frumvarpinu var vísað til fjárlaganefndar með atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag eftir umfangsmiklar umræður við aðra lotu. 32 þingmenn meirihlutans samþykktu grein um ríkisábyrgð á Icesave, en 29 greiddu atkvæði á móti. 8. desember 2009 15:28
Ögmundur og Lilja leggjast gegn ríkisábyrgð á Icesave láninu Bæði Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave lánanna. Verið er að greiða atkvæði um það hvort vísa eigi Icesave málinu til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu um málið í þinginu. 8. desember 2009 14:49
Icesave: Samkomulag stendur Samkomulag stendur um hvernig fjallað verði um Icesave málið í fjárlaganefnd Alþingis á milli annarar og þriðju umræðu um málið. Í gær var mikil óvissa um hvort samkomulagið sem gert var á föstudag héldi en Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar segir í samtali við Fréttablaðið að þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan vildi skoða nánar verði skoðuð. 8. desember 2009 06:42