Innlent

Hlustað á börn í forsjármálum

Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.

Íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða verklagsreglur í forsjármálum, leggja meiri áherslu á að hlusta á það sem börnin vilja sjálf en nú er gert og virða mannréttindi barnanna, segir í yfirlýsingu frá stjórn Kvenréttindafélags Íslands.

Stjórn félagsins tekur þar með undir nýlega áskorun Femínistafélags Íslands. „Ef grunur leikur á ofbeldi af hálfu annars foreldris verða börnin að fá að njóta vafans. Velferð þeirra og hagur skal ávallt vera hafður í fyrirrúmi," segir í yfirlýsingu stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.- bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×