Erlent

Risajúllum mótmælt

Óli Tynes skrifar
Ef grannt er skoðað má sjá grilla í agnarlitla styttuna.
Ef grannt er skoðað má sjá grilla í agnarlitla styttuna.
Bæði foreldrar og kennarar hafa mótmælt agnarlítilli styttu sem sett var upp í skemmtigarði í borginni Foshan í Guangdong héraði í Japan. Styttan sjálf er ekki nema tuttugu sentimetra há.

Fram úr henni skaga hinsvegar risavaxin brjóst sem eru einir fimm metrar á hæð og breidd. Móðir í borginni sem kvartaði undan styttunni sagði að garðurinn hefði verið góður samkomustaður fyrir fjölskyldur.

Þangað hefði hún meðal annars farið með son sinn til þess að fræða hann um tré, gróður og listaverk. Nú kæmist ekkert að hjá honum nema saurugar hugsanir.

Talsmaður skemmtigarðsins sagði að styttan eigi að vera þar til frambúðar. Hann kvaðst skilja að einhverjir hefðu kvartað. -Það er eðlilegt að vera ósammála um listaverk. Við skiljum það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×