Innlent

Einn á gjörgæslu vegna svínaflensu

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Einn sjúklingur hefur verið lagður á legudeild Landspítalans síðastliðna viku með grun um svínainflúensu en tveir eru enn inniliggjandi. Það eru því þrír einstaklingar á spítalanum, einn á gjörgæsludeild en tveir á legudeildum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans.

Nefndin telur ekki lengur þörf á áframhaldandi skráningu nýrra tilfella svínainflúensu að svo stöddu þar sem faraldur virðist á hröðu undanhaldi í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×