Innlent

Eftirlitsstofnun EFTA segir neyðarlögin halda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnarráðið. Mynd/ GVA.
Stjórnarráðið. Mynd/ GVA.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fellst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda varðandi lögmæti neyðarlaganna sem sett voru þann 6. október í fyrra. Í bráðabirgðaáliti ESA er tekið er fram að forgangur sem innistæðum var veittur fær staðist, að íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ESA hafi tilkynnt með bréfi dagsettu 4. desember síðastliðinn að stofnunin hefði komist að bráðabirgðaniðurstöðu vegna kvörtunar hóps kröfuhafa á hendur gömlu bönkunum, SPRON og Sparisjóðabanka Íslands vegna aðgerða íslenskra yfirvalda í tengslum við setningu neyðarlaganna nr. 125/2008. Bráðabirgðaniðurstaða ESA sé í stuttu máli sú að ákvæði neyðarlaganna, einkum varðandi forgang sem innstæðum var veittur, og ráðstafanir íslenskra stjórnvalda á grundvelli laganna standist kröfur EES-samningsins og önnur lagaleg skilyrði. Ekki hafi verið nein önnur úrræði sjáanleg en þau sem gripið var til sem hefðu getað spornað við algjöru hruni efnahagslífsins á Íslandi.

Í kvörtununum var reynt að halda því fram að nokkrar aðrar leiðir hefðu verið færar og ESA fellst á það sjónarmið stjórnvalda að neyðarlögin og ákvarðanir FME hafi verið einu aðgerðirnar sem voru trúverðugar við þær aðstæður sem uppi voru. Tekið er sérstaklega fram í bráðabirgðaniðurstöðunni að ekki sé fjallað um hugsanlega mismunun á milli innlendra og erlendra innstæðueigenda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×