Erlent

Ljóshærð kona í sjúkrabíl frá heimili Tigers

Óli Tynes skrifar
Tiger og Elín meðan allt lék í lyndi.
Tiger og Elín meðan allt lék í lyndi.

Yfirvöld vilja ekkert segja um hvaða kona það var sem var flutt frá heimili Tigers Wood klukkan hálf þrjú um nóttina.

Eiginkona hans Elin Nordgren er að vísu ljóshærð, en því er haldið fram að hún sé þegar flutt að heiman. Ef það er rétt hefur þetta tæpast verið hún.

Líklega hefur undanfarin vika verið ein sú skelfilegasta í lífi Tigers. Allt frá því hann lenti í hinu dularfulla bílslysi framan við hús sitt, berfættur um miðja nótt og með Elínu sveiflandi golfkylfu, hafa konur verið að skríða undan steinum og segjast hafa átt í ástarsambandi við hann.

Tiger þykir hafa gert slæma uppákomu enn verri með ruglingslegum viðbrögðum sínum.

Hann neitaði að tala við lögreglu eftir slysið og sendi frá sér skrýtnar yfirlýsingar. Fyrst um að slysið hefði verið sér einum að kenna en ekki hinni kylfusveiflandi Elínu.

Svo kvaðst hann hafa syndgað gegn fjölskyldu sinni, án þess að útskýra það nánar.

Framganga hans er borin saman við framgöngu gamla sjónvarpsúlfsins Davids Lettermans, þegar orðrómur fór af stað um hans framhjáhald.

Lettermann játaði allt í beinni útsendingu og þarmeð var vangaveltum fjölmiðla lokið.

Letterman er svo öruggur með sig að hann byrjaði síðasta þátt sinn á að segja; -Mikið vildi ég að Tiger hætti að hringja í mig til þess að biðja um ráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×