Innlent

Ögmundur og Lilja leggjast gegn ríkisábyrgð á Icesave láninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Mósesdóttir leggst gegn ríkisábyrgðinni. Mynd/ Pjetur.
Lilja Mósesdóttir leggst gegn ríkisábyrgðinni. Mynd/ Pjetur.
Bæði Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innistæðueigenda frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave lánanna. Verið er að greiða atkvæði um það hvort vísa eigi Icesave málinu til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu um málið í þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×