Erlent

Kaupmannahöfn er hreinust borga

Óli Tynes skrifar
Frá hinni hreinu Kaupmannahöfn.
Frá hinni hreinu Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn er hreinasta borg í Evrópu samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt verður á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í borginni í dag.

Það voru rafeinda- og orkurisinn Siemens og breska tímaritið Economist sem gerðu rannsóknina. Hún náði til þrjátíu stórborga í þrjátíu Evrópulöndum.

Tekið var tillit til þátta eins og kolefnisútblásturs, orkunotkunar, bygginga, samgangna, vatns, loftgæða, úrgangs og landnýtingar.

Þetta eru allt talin lykilatriði í baráttunni fyrir bættu loftslagi, því það er jú í borgum og bæjum sem meirihluti mannkynsins býr.

Í rannsókninni kom einnig í ljós að evrópskar borgir eru leiðandi í í umhverfismálum. Þó er þörf fyrir umbætur á ýmsum sviðum.

Endurnýjanleg orka er til dæmis aðeins sjö prósent af orkunotkun borga. Það er langt undir þeim tuttugu prósentum sem Evrópusambandið hefur sett sem markmið fyrir árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×