Erlent

Kyrkti eiginkonu sína til sex mánaða

Óli Tynes skrifar
Victoria og Michael Roberts.
Victoria og Michael Roberts.

Tuttugu og sex ára gamall breskur maður hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa kyrkt konuna sem hann kvæntist fyrir sex mánuðum.

Líkið af hinni tuttugu og fimm ára gömlu Victoriu Roberts fannst í bílskúr heimilis þeirra í Runcorn í Cheshire síðastliðinn fimmtudag.

Lögreglan var kvödd að heimilinu vegna grunsemda um að þar væri ekki allt með felldu.

Eiginmaðurinn Michael Roberts var ekki á staðnum og þótti ástæða til þess að lýsa eftir honum. Hann var svo handtekinn í norðurhluta Wales á sunnudag, eftir ábendingu frá almenningi.

Hann kemur fyrir dómara í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×