Erlent

Talibanar boða sókn í Pakistan

Óli Tynes skrifar
Þessi mynd af Hakeemullah Meshud birtist í pakistönsku dagblaði.
Þessi mynd af Hakeemullah Meshud birtist í pakistönsku dagblaði.

Einn af leiðtogum talibana í Pakistan sagði í símtali við CN N sjónvarpsstöðina að þeir myndu hefja sókn sína gegn stjórnarher landsins strax eftir áramótin.

Hakeemullah Mehsud sagði að þá væru snjóþyngslin mest í landinu og þá væru þeir sterkastir. Raunin hefur þó verið önnur bæði í Pakistan og Afganistan. Bardagar hafa legið niðri á veturna en hafist á ný þegar snjóa hefur leyst.

Hakeemullah sagði að væri hugur í sínum mönnum þrátt fyrir stórfellda sókn pakistanska hersins gegn þeim í Waziristan. Baráttuandi þeirra væri sterkur.

Talibanar hafa þó farið mjög halloka í bardögunum undanfarnar vikur. Stjórnarherinn hefur haft betur í öllum orrustum.

Þess ber þó að gæta að talibanar eru snjallir í skæruhernaði og það þarf töluvert til þess að brjóta þá endanlega á bak aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×