Innlent

Icesave vísað aftur til fjárlaganefndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Icesave frumvarpinu var vísað til fjárlaganefndar með atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag eftir umfangsmiklar umræður við aðra lotu í þinginu. 32 þingmenn meirihlutans greiddu atkvæði með þeirri grein frumvarpsins sem lýtur að ríkisábyrgð á Icesave, en 29 greiddu atkvæði á móti.

Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð, en aðrir þingmenn meirihlutans greiddu atkvæði með ríkisábyrgð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×