Innlent

Umferðarljós óvirk á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á morgun verður lokið við að tengja og uppfæra stýribúnað umferðarljósa á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Vegna þessarar vinnu verða ljósin gerð óvirk frá klukkan 9:30 til 16:00. Á þeim tíma verða allar vinstribeygjur á gatnamótunum bannaðar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir, sem eru 30 kílómetrar á meðan umferðarljós eru óvirk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×