Innlent

Sjóðurinn mun ekki spila með lífeyri framtíðarinnar

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
„Ég er ekki í neinum vafa um það að þessi sjóður eins og hann er uppbyggður og hverjir hafa valist í forystu hans að ítrustu varkárni verði gætt þegar fjarfest er í slíkum fyrirtækjum," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, aðspurður hvort að með stofnun Framtakssjóðs Íslands sé ekki verið að spila með lífeyri framtíðarinnar.

Sextán lífeyrissjóðir stofnuðu sjóð, Framtakssjóð Íslands, formlega í dag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs. Stofnendur sjóðsins ráða yfir um 64% af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi og að þeir hafi skuldbundið sig til að leggja nýja fjárfestingarsjóðnum til um 30 milljarða króna í hlutafé.

Rætt var við Hrafn í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að Framtaktssjóðurinn eigi að vera sjálfstæður í sínum ákvörðunum. Þegar skipað var í stjórn sjóðsins var ákveðið að halda ákveðinni fjarlægð við lífeyrissjóðina.




Tengdar fréttir

Sextán lífeyrissjóðir stofna fjárfestingarfélag

Fulltrúar sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða stofnuðu formlega í dag Framtakssjóð Íslands, nýtt fjárfestingarfélag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×