Fleiri fréttir Mestu annir þingsögunnar „Ég held að þetta sé annasamasta árið í sögu Alþingis, að minnsta kosti frá því að ég hóf hér störf og það er langt síðan,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. 24.12.2009 06:00 Borgin byggði piparkökubæinn að nýju Piparkökubærinn í Bergen, sem er sá stærsti í heimi, var eyðilagður af ölvuðum manni sem ekki gat gefið neina skýringu á framferði sínu. Í bænum voru 1.960 mannvirki sem þöktu þúsundir fermetra, hann var byggður af tólf þúsund íbúum borgarinnar; fjölskyldum, leikskólabörnum og starfsmönnum fyrirtækja. 24.12.2009 05:00 Ákvörðun um ákærur á fyrstu mánuðum 2010 Það skýrist fyrstu mánuði næsta árs hver niðurstaða verður í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem sérstakur saksóknari hefur til rannsóknar. 24.12.2009 04:00 Verður afgreitt milli hátíðanna Til stendur að afgreiða breytingar á lögum um rannsókn Alþingis á hruninu á þingfundi á mánudag. 24.12.2009 04:00 Á von á viðræðum eftir jól Formlegar viðræður milli bæjarstjórna Álftaness og Garðabæjar um sameiningu sveitarfélaganna eru ekki hafnar en bæjarstjóri Álftaness hefur þó haft samband við bæjarstjóra Garðabæjar. 24.12.2009 03:15 Fara heim af sjúkradeildum fyrir hátíðina Töluvert annríki hefur verið hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sem betur fer hefur þó ástæðan ekki verið sú að um stórbruna eða slys hafi verið að ræða. 23.12.2009 22:03 Fréttatími á Stöð 2 í hádeginu á aðfangadag - aftansöngur um kvöldið Fréttamenn 365 miðla standa vaktina yfir jólin likt og endranær. 23.12.2009 20:31 Madoff á sjúkradeild Fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hefur verið færður á sjúkrastofu í fangelsinu þar sem hann afplánar. Maddoff situr af sér 150 ára dóm fyrir svik. Hann var fluttur á sjúkrastofuna þann 18. desember síðastliðinn, eftir því sem talskona fangelsisins fullyrðir við BBC. Hún vildi hins vegar ekki upplýsa nánar um aðstæður Madoffs. Madoff er 71 árs gamall. Hann hefur gengist við því að hafa svipið út um 65 milljarða dala. 23.12.2009 20:15 Tugir ferðamanna í sveitagistingu á Síðu um jólin Ferðaþjónustubóndi við Kirkjubæjarklaustur verður með uppundir fjörutíu erlenda ferðamenn í gistingu um jólin. Þeir vilja sjá Skaftafell og Jökulsárlón en einnig snjó, Norðurljós og stjörnuhimin. 23.12.2009 18:45 Óttast að stolinn bíll verði notaður við innbrot Lögreglan á Akranesi lýsir eftir bifreiðinni PK-830, ljósgráum Skoda Felicia árgerð 1999, sem að stolið var frá bílasölu á Akranesi um kvöldmatarleytið í gær. 23.12.2009 19:19 Dæmi um að verð hækki þegar fólk er á leið á kassann Verðbreytingar eru tíðar í verslunum fyrir jólin og dæmi um að verslanir breyti vöruverði nokkur þúsund sinnum í desembermánuði. Talsmaður neytenda óttast að stöðugar verðbreytingar rugli verðskyn neytenda en dæmi séu um að verð hækki jafnvel þegar fólk er á leið á kassann til að borga. 23.12.2009 18:25 Aldrei fleiri umsóknir um jólaaðstoð Úthlutun í sameiginlegri Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, ásamt deildunum í Kópavogi og Hafnarfirði, er lokið. Formlegri úthlutun lauk síðdegis í gær og alls bárust um 3.900 umsóknir sem er veruleg aukning frá liðnum árum. 23.12.2009 16:35 Féll í sjóinn við Faxagarð Maður féll í sjóinn við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag. Lögregla var fyrst á vettvang og náði manninum upp úr sjónum. Hann var síðan fluttur með sjúkrabíl á spítala þar sem hlúð er að honum enda mun hann hafa ofkælst. Ekki er ljóst á þessari hvað olli því að maðurinn féll í sjóinn. 23.12.2009 16:14 Eiður Smári stefnir ritstjórum og blaðamanni DV Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að stefna ritstjórum DV og blaðamanni fyrir að skýra opinberlega frá einkamálefnum hans. Samkvæmt frétt sem birtist á DV fyrir stundu segir að Eiður krefjist fimm milljóna í miskabætur og eina milljón til viðbótar til að kynna dóminn opinberlega. 23.12.2009 15:49 Setur spurningamerki við laumuhækkun Hagkaups „Ég set spurningamerki við það að verslanir séu mikið að lauma hækkunum inn á vörum sem eru mjög sölulegar þá stundina,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytandasamtakanna, um skyndilega hækkun Hagkaups á vörum fyrir jól og DV greindi frá fyrr í dag. 23.12.2009 15:37 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar flugi til Winnipeg Þjóðræknisfélagið lýsir yfir ánægju með að Iceland Express hefur ákveðið að hefja flug til Winnipeg frá og með júní 2010 í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum. 23.12.2009 14:27 Leiðréttingar eru sjónhverfingar Leiðréttingarleiðir bankanna eru sjónhverfingar að mati Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa skoðað þær ítarlega. Þau kalla því áfram eftir tafarlausum almennum aðgerðum stjórnvalda. 23.12.2009 14:24 Stefnir í hvít jól fyrir austan fjall Þrátt fyrir að veðurspár geri ráð fyrir rauðum jólum á Suður- og Suðvesturlandi byrjaði að snjóa í dag fyrir austan fjall. Spáin gerir ráð fyrir að áfram verði kalt og því allar líkur á því að snjórinn sem fallið hefur í dag hverfi ekki á næstunni. Íbúar í Hveragerði og á Selfossi og í nágrenni geta því búist við hvítum jólum þrátt fyrir allt. 23.12.2009 14:04 Aftansöngur í Grafarvogskirkju frá Ástralíu til Skotlands Íslenskir læknar í Skotlandi og íslenskur organisti í Sidney í Ástralíu virðast í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar eiga þeir eitt sameiginlegt; að horfa á aftansöng í Grafavogskirkju á aðfangadag. 23.12.2009 13:51 Jólapakkar frá Bandaríkjunum ná ekki til landsins í tæka tíð Tafir eru á sendingum frá Bandaríkjunum, bréfum og pökkum, og ljóst að þær munu ekki allar ná til Íslands í tæka tíð fyrir jólin. Greint var frá málinu á Vísi í gær og þá var málið í skoðun hjá póstinum. Nú er hins vegar endanlega útséð um að pakkarnir berist í tæka tíð. 23.12.2009 13:29 Rafmagnsleysi kostar Mjólkursamsöluna rúma hálfa milljón Nokkurt tjón varð hjá Mjólkursamsölunni á Selfossi í morgun þegar 6000 lítrar af mjólk fóru forgörðum vegna rafmagnsleysis, en rafmagnslaust varð í fimm mínútur þegar grafa í nágrenninu rakst í háspennustreng við Ljósafossvirkjun. 23.12.2009 12:44 Þorláksmessuskata ævargömul hefð á Vestfjörðum Þorláksmessuskata er ævagömul hefð á Vestfjörðum en ekki nema nokkurra áratuga gömul á Reykjavíkursvæðinu. 23.12.2009 12:40 Hrollkalt í Mývatnssveit - húsfreyja kippir sér ekki upp við kuldann „Þegar ég leit á mælinn minn sýndi hann 17 til 18 stiga frost," segir Guðrún Þórarinsdóttir, húsfreyja á gistiheimilinu Eldá í Mývatnssýslu en frost í Mývatnssveit fór niður í 22,8 stig í Svartárkoti í Bárðardal. Því var hrollkalt í sveitinni í nótt en RÚV greindi frá því að heimskautaloft væri yfir landinu og að Veðurstofan spái því að áfram verði kalt víðast hvar á landinu. 23.12.2009 12:20 Uppbygging á Siglufirði Á sama tíma og iðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu kljást við verkefnaskort þá virðist bjart framundan á Siglufirði. Þar hyggst byggingaverktakinn Reisum.is að byggja tvö fjögurra íbúða raðhús, og þrjár einingar af parhúsum. Áætlað er að byggja húsin á gamla fótboltavellinum eða á Eyrarflöt. 23.12.2009 11:25 Magma styrkir ÍSÍ í Vancouver Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Magma Energy Corp. hafa undirritað samkomulag um samstarf í tengslum við Ólympíulið Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver 2010. Magma, sem á hlut í HS Orku og er með höfuðstöðvar í Vancouver, mun greiða götu Ólympíuliðs Íslands á ýmsa vegu í Vancouver fram yfir leikana. 23.12.2009 11:10 Kirkjugestir verða fyrir barðinu á vasaþjófum Töluvert er um að verðmætum sé stolið úr yfirhöfnum fólks en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið margar slíkar tilkynningar að undanförnu. 23.12.2009 11:01 Ryanair þota fór út af flugbrautinni á Prestwick Farþegaþota frá flugfélaginu Ryanair fór út af flugbrautinni á flugvellinum í Prestwick á Englandi í morgun. Mikið vetrarveður hefur sett samgöngur úr skorðum í Evrópu undanfarið og hafa orðið miklar tafir á flugi. Vélin ók yfir svellbunka skömmu eftir lendingu á flugvellinum og rann hún út af brautinni og stöðvaðist þar. Engin meiðsli urðu á farþegum og hefur þeim verið komið inn í flugstöðina á Prestwick. 23.12.2009 10:44 Hélt að bílaþvottur væri eldsvoði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan tíu í morgun þar sem tilkynnt var um eldsvoða á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. 23.12.2009 10:24 Gjafakort í Borgarleikhúsið slá í gegn Aldrei hafa fleiri gjafakort í Borgarleikhúsið selst en nú í desember og því ljóst að um vinsæla jólagjöf er að ræða. Fimmtán þúsund kort hafa selst í þessum mánuði en fyrra met var frá því í fyrra. „Þá hafa aldrei selst fleiri kort á einum degi en í gær en þá seldust nær 2500 gjafakort í leikhúsið," segir í tilkynningu frá leikhúsinu. 23.12.2009 10:14 Aflaverðmæti eykst um 15 milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 85 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2009 samanborið við rúma 70 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15 milljarða eða 21 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en aflaverðmæti í septembermánuði var 9,5 milljarðar miðað við sjö milljarða í fyrra. 23.12.2009 09:39 Sjálfstæðiskonur safna þremur milljónum Sjálfstæðiskonur, sem stóðu að söfnuninni, Tökum höndum saman, söfnuðu alls tæplega 3 milljónir. Átakinu er ætlað að styðja barnafjölskyldur í vanda. 23.12.2009 09:19 Telegraph fjallar um Essasa Sue Malasísk kona hefur heldur betur hlotið athygli út á froskaauglýsingar Vodafone. 23.12.2009 08:16 Helstu þjóðvegir greiðfærir en hált víða Allir helstu þjóðvegir eru greiðfærir, en víða er hálka á Vestfjörðum og á Norður- og Norðausturlandi. Þar gengur líka á með éljum og er þar hálka víðast hvar. 23.12.2009 08:14 Regnmaðurinn látinn Kim Peek, fyrirmyndin að regnmanninum sem Dustin Hoffman túlkaði í samnefndri kvikmynd, er látinn, 58 ára að aldri. 23.12.2009 08:10 Mannskætt umferðarslys í Cornwall Tveir létust og 47 eru slasaðir eftir að langferðabíll, fullur af fólki, valt á ísi lögðum vegi í Cornwall í Bretlandi í gær og endaði á hvolfi á miðjum veginum. 23.12.2009 08:05 Vegaaðstoð Bretlands man varla annað eins Vegaaðstoð félags bifreiðaeigenda í Bretlandi hefur ekki átt eins annríkt og í gær, í heilan áratug. Útkallssveitir félagsins sinntu 22.000 útköllum vegna bilaðra bíla eða fólks sem fest hafði bíla sína í snjósköflum og neyddist aðstoðarliðið til að velja og hafna eftir alvarleika hvers tilfellis. 23.12.2009 08:03 Fór út af flugbraut og brotnaði í tvennt Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá American Airlines, með 145 farþega innanborðs, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Kingston á Jamaica í gærkvöldi, fór út af flugbrautinni og brotnaði í tvennt. 23.12.2009 07:37 Til stóð að myrða Clinton 1996 Minnstu munaði að Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hefði orðið fórnarlamb hryðjuverkaárásar árið 1996 þegar hann var í heimsókn á Filippseyjum. 23.12.2009 07:24 Segja lánaaðgerðir sjónhverfingu Hagsmunasamtök heimilanna kalla áfram eftir tafarlausum og frekari aðgerðum stjórnvalda og fjármálafyrirtækja, til að koma til móts við skuldsett heimili. 23.12.2009 07:21 Eldur í vinnuvél í Kópavogi Eldur kviknaði í stórri vinnuvél sem stóð við byggingu í Ögurhvarfi í Kópavogi í nótt. Logaði glatt þegar slökkviliðið kom á vettvang, en skamma stund tók að slökkva eldinn. 23.12.2009 07:18 Vatnsleki í iðnaðarhúsnæði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að stóru iðnaðarhúsi við Klettagarða í nótt vegna vatnsleka. 23.12.2009 07:10 Rólegt hjá lögreglu í borginni Þrátt fyrir mikla umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi var óvenju rólegt hjá lögreglu og ekkert bar á ölvun, eins og stundum hefur verið. 23.12.2009 07:08 Harður árekstur á Akureyri Einn var fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja bíla á Akureyri í gærkvöldi. Hann mun ekki vera alvarlega meiddur og aðrir sluppu ómeiddir. 23.12.2009 07:06 Milljóna biðlaun frá fjárvana bæjarfélagi „Þetta er alveg borðleggjandi,“ segir Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, sem krefst þess að fá greidd átta mánaða biðlaun. Sigurður tók við sem bæjarstjóri í júní 2006 eftir kosningar þá um vorið en lét af störfum í september síðastliðinn eftir meirihlutaskipti í bæjarstjórn. 23.12.2009 06:00 Ákvörðun tekin um Icesave fyrir áramót Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave var tekið út úr fjárlaganefnd í gær. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir stefnt að því að ljúka málinu á milli jóla og nýárs. Hann segir nýtt lögfræðiálit stofunnar Mishcon de Reya ekki breyta neinu um skoðun sína á málinu. 23.12.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mestu annir þingsögunnar „Ég held að þetta sé annasamasta árið í sögu Alþingis, að minnsta kosti frá því að ég hóf hér störf og það er langt síðan,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. 24.12.2009 06:00
Borgin byggði piparkökubæinn að nýju Piparkökubærinn í Bergen, sem er sá stærsti í heimi, var eyðilagður af ölvuðum manni sem ekki gat gefið neina skýringu á framferði sínu. Í bænum voru 1.960 mannvirki sem þöktu þúsundir fermetra, hann var byggður af tólf þúsund íbúum borgarinnar; fjölskyldum, leikskólabörnum og starfsmönnum fyrirtækja. 24.12.2009 05:00
Ákvörðun um ákærur á fyrstu mánuðum 2010 Það skýrist fyrstu mánuði næsta árs hver niðurstaða verður í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem sérstakur saksóknari hefur til rannsóknar. 24.12.2009 04:00
Verður afgreitt milli hátíðanna Til stendur að afgreiða breytingar á lögum um rannsókn Alþingis á hruninu á þingfundi á mánudag. 24.12.2009 04:00
Á von á viðræðum eftir jól Formlegar viðræður milli bæjarstjórna Álftaness og Garðabæjar um sameiningu sveitarfélaganna eru ekki hafnar en bæjarstjóri Álftaness hefur þó haft samband við bæjarstjóra Garðabæjar. 24.12.2009 03:15
Fara heim af sjúkradeildum fyrir hátíðina Töluvert annríki hefur verið hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sem betur fer hefur þó ástæðan ekki verið sú að um stórbruna eða slys hafi verið að ræða. 23.12.2009 22:03
Fréttatími á Stöð 2 í hádeginu á aðfangadag - aftansöngur um kvöldið Fréttamenn 365 miðla standa vaktina yfir jólin likt og endranær. 23.12.2009 20:31
Madoff á sjúkradeild Fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hefur verið færður á sjúkrastofu í fangelsinu þar sem hann afplánar. Maddoff situr af sér 150 ára dóm fyrir svik. Hann var fluttur á sjúkrastofuna þann 18. desember síðastliðinn, eftir því sem talskona fangelsisins fullyrðir við BBC. Hún vildi hins vegar ekki upplýsa nánar um aðstæður Madoffs. Madoff er 71 árs gamall. Hann hefur gengist við því að hafa svipið út um 65 milljarða dala. 23.12.2009 20:15
Tugir ferðamanna í sveitagistingu á Síðu um jólin Ferðaþjónustubóndi við Kirkjubæjarklaustur verður með uppundir fjörutíu erlenda ferðamenn í gistingu um jólin. Þeir vilja sjá Skaftafell og Jökulsárlón en einnig snjó, Norðurljós og stjörnuhimin. 23.12.2009 18:45
Óttast að stolinn bíll verði notaður við innbrot Lögreglan á Akranesi lýsir eftir bifreiðinni PK-830, ljósgráum Skoda Felicia árgerð 1999, sem að stolið var frá bílasölu á Akranesi um kvöldmatarleytið í gær. 23.12.2009 19:19
Dæmi um að verð hækki þegar fólk er á leið á kassann Verðbreytingar eru tíðar í verslunum fyrir jólin og dæmi um að verslanir breyti vöruverði nokkur þúsund sinnum í desembermánuði. Talsmaður neytenda óttast að stöðugar verðbreytingar rugli verðskyn neytenda en dæmi séu um að verð hækki jafnvel þegar fólk er á leið á kassann til að borga. 23.12.2009 18:25
Aldrei fleiri umsóknir um jólaaðstoð Úthlutun í sameiginlegri Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, ásamt deildunum í Kópavogi og Hafnarfirði, er lokið. Formlegri úthlutun lauk síðdegis í gær og alls bárust um 3.900 umsóknir sem er veruleg aukning frá liðnum árum. 23.12.2009 16:35
Féll í sjóinn við Faxagarð Maður féll í sjóinn við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag. Lögregla var fyrst á vettvang og náði manninum upp úr sjónum. Hann var síðan fluttur með sjúkrabíl á spítala þar sem hlúð er að honum enda mun hann hafa ofkælst. Ekki er ljóst á þessari hvað olli því að maðurinn féll í sjóinn. 23.12.2009 16:14
Eiður Smári stefnir ritstjórum og blaðamanni DV Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að stefna ritstjórum DV og blaðamanni fyrir að skýra opinberlega frá einkamálefnum hans. Samkvæmt frétt sem birtist á DV fyrir stundu segir að Eiður krefjist fimm milljóna í miskabætur og eina milljón til viðbótar til að kynna dóminn opinberlega. 23.12.2009 15:49
Setur spurningamerki við laumuhækkun Hagkaups „Ég set spurningamerki við það að verslanir séu mikið að lauma hækkunum inn á vörum sem eru mjög sölulegar þá stundina,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytandasamtakanna, um skyndilega hækkun Hagkaups á vörum fyrir jól og DV greindi frá fyrr í dag. 23.12.2009 15:37
Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar flugi til Winnipeg Þjóðræknisfélagið lýsir yfir ánægju með að Iceland Express hefur ákveðið að hefja flug til Winnipeg frá og með júní 2010 í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum. 23.12.2009 14:27
Leiðréttingar eru sjónhverfingar Leiðréttingarleiðir bankanna eru sjónhverfingar að mati Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa skoðað þær ítarlega. Þau kalla því áfram eftir tafarlausum almennum aðgerðum stjórnvalda. 23.12.2009 14:24
Stefnir í hvít jól fyrir austan fjall Þrátt fyrir að veðurspár geri ráð fyrir rauðum jólum á Suður- og Suðvesturlandi byrjaði að snjóa í dag fyrir austan fjall. Spáin gerir ráð fyrir að áfram verði kalt og því allar líkur á því að snjórinn sem fallið hefur í dag hverfi ekki á næstunni. Íbúar í Hveragerði og á Selfossi og í nágrenni geta því búist við hvítum jólum þrátt fyrir allt. 23.12.2009 14:04
Aftansöngur í Grafarvogskirkju frá Ástralíu til Skotlands Íslenskir læknar í Skotlandi og íslenskur organisti í Sidney í Ástralíu virðast í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar eiga þeir eitt sameiginlegt; að horfa á aftansöng í Grafavogskirkju á aðfangadag. 23.12.2009 13:51
Jólapakkar frá Bandaríkjunum ná ekki til landsins í tæka tíð Tafir eru á sendingum frá Bandaríkjunum, bréfum og pökkum, og ljóst að þær munu ekki allar ná til Íslands í tæka tíð fyrir jólin. Greint var frá málinu á Vísi í gær og þá var málið í skoðun hjá póstinum. Nú er hins vegar endanlega útséð um að pakkarnir berist í tæka tíð. 23.12.2009 13:29
Rafmagnsleysi kostar Mjólkursamsöluna rúma hálfa milljón Nokkurt tjón varð hjá Mjólkursamsölunni á Selfossi í morgun þegar 6000 lítrar af mjólk fóru forgörðum vegna rafmagnsleysis, en rafmagnslaust varð í fimm mínútur þegar grafa í nágrenninu rakst í háspennustreng við Ljósafossvirkjun. 23.12.2009 12:44
Þorláksmessuskata ævargömul hefð á Vestfjörðum Þorláksmessuskata er ævagömul hefð á Vestfjörðum en ekki nema nokkurra áratuga gömul á Reykjavíkursvæðinu. 23.12.2009 12:40
Hrollkalt í Mývatnssveit - húsfreyja kippir sér ekki upp við kuldann „Þegar ég leit á mælinn minn sýndi hann 17 til 18 stiga frost," segir Guðrún Þórarinsdóttir, húsfreyja á gistiheimilinu Eldá í Mývatnssýslu en frost í Mývatnssveit fór niður í 22,8 stig í Svartárkoti í Bárðardal. Því var hrollkalt í sveitinni í nótt en RÚV greindi frá því að heimskautaloft væri yfir landinu og að Veðurstofan spái því að áfram verði kalt víðast hvar á landinu. 23.12.2009 12:20
Uppbygging á Siglufirði Á sama tíma og iðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu kljást við verkefnaskort þá virðist bjart framundan á Siglufirði. Þar hyggst byggingaverktakinn Reisum.is að byggja tvö fjögurra íbúða raðhús, og þrjár einingar af parhúsum. Áætlað er að byggja húsin á gamla fótboltavellinum eða á Eyrarflöt. 23.12.2009 11:25
Magma styrkir ÍSÍ í Vancouver Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Magma Energy Corp. hafa undirritað samkomulag um samstarf í tengslum við Ólympíulið Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver 2010. Magma, sem á hlut í HS Orku og er með höfuðstöðvar í Vancouver, mun greiða götu Ólympíuliðs Íslands á ýmsa vegu í Vancouver fram yfir leikana. 23.12.2009 11:10
Kirkjugestir verða fyrir barðinu á vasaþjófum Töluvert er um að verðmætum sé stolið úr yfirhöfnum fólks en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið margar slíkar tilkynningar að undanförnu. 23.12.2009 11:01
Ryanair þota fór út af flugbrautinni á Prestwick Farþegaþota frá flugfélaginu Ryanair fór út af flugbrautinni á flugvellinum í Prestwick á Englandi í morgun. Mikið vetrarveður hefur sett samgöngur úr skorðum í Evrópu undanfarið og hafa orðið miklar tafir á flugi. Vélin ók yfir svellbunka skömmu eftir lendingu á flugvellinum og rann hún út af brautinni og stöðvaðist þar. Engin meiðsli urðu á farþegum og hefur þeim verið komið inn í flugstöðina á Prestwick. 23.12.2009 10:44
Hélt að bílaþvottur væri eldsvoði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan tíu í morgun þar sem tilkynnt var um eldsvoða á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. 23.12.2009 10:24
Gjafakort í Borgarleikhúsið slá í gegn Aldrei hafa fleiri gjafakort í Borgarleikhúsið selst en nú í desember og því ljóst að um vinsæla jólagjöf er að ræða. Fimmtán þúsund kort hafa selst í þessum mánuði en fyrra met var frá því í fyrra. „Þá hafa aldrei selst fleiri kort á einum degi en í gær en þá seldust nær 2500 gjafakort í leikhúsið," segir í tilkynningu frá leikhúsinu. 23.12.2009 10:14
Aflaverðmæti eykst um 15 milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 85 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2009 samanborið við rúma 70 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15 milljarða eða 21 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar en aflaverðmæti í septembermánuði var 9,5 milljarðar miðað við sjö milljarða í fyrra. 23.12.2009 09:39
Sjálfstæðiskonur safna þremur milljónum Sjálfstæðiskonur, sem stóðu að söfnuninni, Tökum höndum saman, söfnuðu alls tæplega 3 milljónir. Átakinu er ætlað að styðja barnafjölskyldur í vanda. 23.12.2009 09:19
Telegraph fjallar um Essasa Sue Malasísk kona hefur heldur betur hlotið athygli út á froskaauglýsingar Vodafone. 23.12.2009 08:16
Helstu þjóðvegir greiðfærir en hált víða Allir helstu þjóðvegir eru greiðfærir, en víða er hálka á Vestfjörðum og á Norður- og Norðausturlandi. Þar gengur líka á með éljum og er þar hálka víðast hvar. 23.12.2009 08:14
Regnmaðurinn látinn Kim Peek, fyrirmyndin að regnmanninum sem Dustin Hoffman túlkaði í samnefndri kvikmynd, er látinn, 58 ára að aldri. 23.12.2009 08:10
Mannskætt umferðarslys í Cornwall Tveir létust og 47 eru slasaðir eftir að langferðabíll, fullur af fólki, valt á ísi lögðum vegi í Cornwall í Bretlandi í gær og endaði á hvolfi á miðjum veginum. 23.12.2009 08:05
Vegaaðstoð Bretlands man varla annað eins Vegaaðstoð félags bifreiðaeigenda í Bretlandi hefur ekki átt eins annríkt og í gær, í heilan áratug. Útkallssveitir félagsins sinntu 22.000 útköllum vegna bilaðra bíla eða fólks sem fest hafði bíla sína í snjósköflum og neyddist aðstoðarliðið til að velja og hafna eftir alvarleika hvers tilfellis. 23.12.2009 08:03
Fór út af flugbraut og brotnaði í tvennt Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá American Airlines, með 145 farþega innanborðs, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Kingston á Jamaica í gærkvöldi, fór út af flugbrautinni og brotnaði í tvennt. 23.12.2009 07:37
Til stóð að myrða Clinton 1996 Minnstu munaði að Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hefði orðið fórnarlamb hryðjuverkaárásar árið 1996 þegar hann var í heimsókn á Filippseyjum. 23.12.2009 07:24
Segja lánaaðgerðir sjónhverfingu Hagsmunasamtök heimilanna kalla áfram eftir tafarlausum og frekari aðgerðum stjórnvalda og fjármálafyrirtækja, til að koma til móts við skuldsett heimili. 23.12.2009 07:21
Eldur í vinnuvél í Kópavogi Eldur kviknaði í stórri vinnuvél sem stóð við byggingu í Ögurhvarfi í Kópavogi í nótt. Logaði glatt þegar slökkviliðið kom á vettvang, en skamma stund tók að slökkva eldinn. 23.12.2009 07:18
Vatnsleki í iðnaðarhúsnæði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að stóru iðnaðarhúsi við Klettagarða í nótt vegna vatnsleka. 23.12.2009 07:10
Rólegt hjá lögreglu í borginni Þrátt fyrir mikla umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi var óvenju rólegt hjá lögreglu og ekkert bar á ölvun, eins og stundum hefur verið. 23.12.2009 07:08
Harður árekstur á Akureyri Einn var fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja bíla á Akureyri í gærkvöldi. Hann mun ekki vera alvarlega meiddur og aðrir sluppu ómeiddir. 23.12.2009 07:06
Milljóna biðlaun frá fjárvana bæjarfélagi „Þetta er alveg borðleggjandi,“ segir Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, sem krefst þess að fá greidd átta mánaða biðlaun. Sigurður tók við sem bæjarstjóri í júní 2006 eftir kosningar þá um vorið en lét af störfum í september síðastliðinn eftir meirihlutaskipti í bæjarstjórn. 23.12.2009 06:00
Ákvörðun tekin um Icesave fyrir áramót Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave var tekið út úr fjárlaganefnd í gær. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir stefnt að því að ljúka málinu á milli jóla og nýárs. Hann segir nýtt lögfræðiálit stofunnar Mishcon de Reya ekki breyta neinu um skoðun sína á málinu. 23.12.2009 06:00