Innlent

Aldrei fleiri umsóknir um jólaaðstoð

Úthlutun í sameiginlegri Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, ásamt deildunum í Kópavogi og Hafnarfirði, er lokið. Formlegri úthlutun lauk síðdegis í gær og alls bárust um 3.900 umsóknir sem er veruleg aukning frá liðnum árum.

Í tilkynningu segir að ef miðað er við að meðalfjölskylda, 2,7 einstaklingar, standi að baki hverri umsókn lætur nærri að úthlutunin nái til um það bil 10.500 einstaklinga sem njóta góðs af matvælum og öðrum nauðsynjum sem úthlutað var.

Yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg við úthlutunina og voru sjálfboðaliðar mun fleiri nú en í fyrra að sögn Ernu Lúðvíksdóttur verkefnistjóra hjá RKÍ. Áberandi var hve margt skólafólk notaði jólafríið til að láta gott af sér leiða og vann jafnvel alla úthlutunardagana. Einnig hefur farið vaxandi að fyrirtæki og félagasamtök leggi fram starfskrafta.

Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkyunnar segir að aðstaða til úthlutunarinnar hafi aldrei verið betri, en hún fór að þessu sinni fram í MEST-húsinu við Norðlinga-braut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×