Innlent

Jólapakkar frá Bandaríkjunum ná ekki til landsins í tæka tíð

Tafir eru á sendingum frá Bandaríkjunum, bréfum og pökkum, og ljóst að þær munu ekki allar ná til Íslands í tæka tíð fyrir jólin. Greint var frá málinu á Vísi í gær og þá var málið í skoðun hjá póstinum. Nú er hins vegar endanlega útséð um að pakkarnir berist í tæka tíð.

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að sendingarnar verði afhentar eftir því sem þær berast til landsins sem verður „trúlega á milli hátíða eða fljótlega á nýju ári," eins og segir í tilkynningunni.

Ástæðan fyrir þessu eru tafir við vinnslu pósts í New York og Kaupmannahöfn.










Tengdar fréttir

Íslenskar jólagjafir fastar í Kaupmannahöfn

„Við eigum eftir að sjá hvað gerist,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir, markaðstjóri Íslandspósts, en um fimmtán hundruð póstpokar eru fastir í Kaupmannahöfn og lítur út fyrir að þeir berist ekki hingað til lands fyrr en eftir jól. Um er að ræða bréf og pakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×